Hugleiðingar miðaldra manns með vaxandi áhyggjur af líkamsþyngd sinni.



Fyrir áhugasama

0 comments

Myndir úr Ameríkuferð


Krísur miðaldra karlmanna 1.hluti

1 comments


 Posted by Hello


Þegar laufin sofa liggja spaðarnir andvaka.

0 comments

Þetta hefur verið hlutskipti mitt undanfarna daga þar sem ég virðist ekki ætla að komast af NY tíma.

Ég er sem sagt kominn heim eftir eitt erfiðasta ferðalag sem ég farið í hingað til. Lögðum af stað frá East Hampton rúmlega 2 og eftir tiltölulega tíðindalausan (örlítill efi á miðri leið og veðurversnun) akstur komum við til JFk um 5 leitið.

Vorum í góðum tíma þrátt fyrir tilraunir brúnaþungs landamæravarðar til þess að tefja okkur. Sá ætlaði nú aldeilis ekki að hleypa einhverjum sem pípir í jöfnum höndum í öryggishliðunum. Jafnvel þótt hann hafi einhverja pappíra upp á járn í hjarta og hné. Þó nokkra stund tók hann til að láta sannfærast að Hammerinn væri ekki einn Ósóminn enn og við renndum okkur inn á buisness class svítuna hjá British Airways.
Og þvílík vonbrigði. Eins og sjá má á fyrri póst þá þurfti maður að borga fyrir að fá þráðlausan aðgang og svo var náttúrulega breskur á borðum. "It is not bat but is british" sagði kennarinn minn í Englandi hérna um árið og það átti svo sannarlega við í þessu tilfelli. Ég fékk tekex og tjipps.

Þegar út í vél var komið kom í ljós að ég var fórnarlamb drukkins flugfarþega úr síðustu ferð og leti skúringarfólks í NY. Lítið hólf innan í sætinu hjá mér reyndist fullt af screwdriverblöndu og partur af sætisbeltinu lá þar snyrtilega ofan í. Þar sem freyjan var of upptekin við að dreifa drykkjum fyrir flugtak endaði ég með að þurfa þrýfa upp drulluna og sitja síðan með blaut belti. Var orðinn vægast sagt fúll.

Ákveðinn í að kvarta formlega við Flugleiði.

Vélin af stað út á flugvöllinn og þar enduðum við með að bíða í biðröð í 3 tíma áður en við fórum í loftið. Reyndar er það ekki allveg rétt því að eftir um tvo tíma var okkur tilkynnt um að við þyrftum að fara til baka að flugstöðvarbyggingunni þar sem við værum ekki lengur með nóg af bensíni til þess að komast til Íslands.

En sem sagt þremur tímum á eftir áætlun lögðum við loks af stað heim.

Fullur tilhlökkunar að geta nú loksins sofnað, dadarararrararrrr, öll ljós kveikt og jú eins og dyggir lesendur mínir vita nú þegar, fordrykkur og saltkex í skál. Til þess að gera langa sögu stutta, enginn svefn.

Lent í Keflavík, fríhöfn og tollur án vandkvæða. Loksins kominn heim en eins og áður sagði enn á NY tíma og hef ekki getað sofið að viti síðan.

Meira um það seinna en fyrir dygga aðdáendur þá á ég þennan fyrir ykkur.


Brittiss erveifs sukkar feittt

0 comments

Madur verdu ad borga fyrir adgang ad tradlausa netinu?????!!!!!!!!!!



Jæja,
Leggjum af stað til Íslands í dag. Ég er óskaplega fegin að þessu er lokið og er farinn að sjá rúmið mitt í hyllingum.

Jarðarförin var haldin í gær. Óskaplega falleg athöfn sem haldin var við gröfina. Ég var einn af 6 sem báru kistuna. Magga frænka spilaði á víóluna, pabbi las 23. sálminn á íslensku og Gwelda hélt tölu ásamt fleirum. Eftir athöfn var haldin sannkölluð erfidrykkja þar sem allt flóði í áfengi og mat. Töluvert öðruvísi en maður á að venjast en allveg eftir forskrift Lillu. Gröfin er í Grenn river kirkjugarðinum sem er rétt hinu megin við götuna og sést út um gluggana frá húsinu.

Fullviss um að Lilla væri farinn og væri tilbúinn með drykk handa sér hinu megin tók Joan sig til og lést að morgni föstudagsins. Blessuð sé minning hennar.

Það var vel á annað hundrað gesta sem komu í jarðaförina og stór hluti þeirra var langt fram á kvöld. Ég keyrði pabba hins vegar heim á hótel um hálfátta og var síðan komin sjálfur heim á hótel um níu. Drulluþreyttur og að drepast í bakinu.

Eftir hálf svefnlausa nótt fór ég á fætur um hálf sex og treysti á að ég geti sofið í flugvélinni á leiðinni heim.

Þykir vert að benda á að poppstjarnan Lavi Hammers hefur verið beðinn um að troða upp á afmæli Kópavogsbæjar seinna á árinu.

Meira um það seinna.........


og síðan líða dagarnir.....

0 comments

Hún Lilla frænka dó sl. laugardagsmorgunn. Við pabbi höfðum farið út í bíltúr þar sem þeim gamla fannst orðið heldur þröngt á þingi. "Það er soddan sægur af kvennfólki hér að við skulum skreppa út þangað til þeim fer að leiðast yfirsetan".

Við vorum staddir út á Shelter Island þegar Inga hringdi til þess að segja okkur fréttirnar. Drifum okkur til baka um leið og kvöddum þá gömlu í síðasta skiptið áður en að útfararstofan kom. Þrátt fyrir að vera ósköp fegin yfir því að hún hafi fengið að fara þá hafa undanfarnir dagar verið erfiðir, sérstaklega fyrir pabba.

Ekki bara að hann hafi verið að missa systur sína heldur smitaði strákskrattinn hann af "The icelandic pest, yoy now" og hann veiktist það hastarlega að við þorðum ekki annað en að fara með hann á spítalann í Southhamton. Þar fékk hann allsherjar yfirhalningu og tékk og fékk síðan að fara heim í bælið aftur. Þar hefur hann nú legið undanfarna 2 daga en hefur hresst mjög og er að verða góður á ný.

Ég kem til með að reyna skrifa meira um þetta allt saman seinna en læt þetta duga í bili.


0 comments

Lilla Moss

9 January 1936, Reykjavik, Iceland
16 April 2005, Springs, New York

Our thanks for your grace and dignity, and above all for the loving spirit that has been your great gift. These will live in everyone lucky enough to have been embraced by you.


......og annar til.

1 comments

Þá er enn einn dagurinn til liðinn.

Vorum komnir um 9 leitið í morgunn og allt er við það sama. Sú gamla er þó heldur verri. Við fórum með Gweldu til Bridgehampton í dag. Ætluðum að versla en það varð lítið úr því þar sem blaðra Hammersins var fullákveðin í að þetta væri sko ekki rétti tíminn til þess arna. Enduðum síðan í miðbæ East Hampton þar sem við snæddum hádegisverð á Amrískum diner. Hammerinn með krabbakökur en ungarnir fengu sér þrennusamloku með kjúkling. Kíktum síðan í bókabúðir og versluðum í matinn.

Spagettí ala Óli í kvöldmat.

Annað var það ekki í bili.....


Nýr dagur

1 comments

Við pabbi fórum inn á hótel í gærkvöldi og vorum þar í nótt. Var uppgefinn og sofnaði um 10:30. Svaf í einum dúr til hálf níu í morgun og var greinilega útkeyrður. Helvítis kvefið hefur nú minnkað en sökum snýtinga hefur húð mín orðið fyrir áfalli í kringum nasavængjurnar. Er sem sagt komin með horfrunsu í kringum nefið sem virðist ætla að fara stækkandi. Og helvítið er svakalega aumt.

Vinkona Lillu (Brownie)kom í gær með tvær dætur sínar með í för og sú þriðja, Ann Sheldon?, kom í dag. Ann þessi býr nú í Sviss en Tuttla hafði víst gist hjá henni um árið í París.
Hún biður að heilsa Tutlu(Gwelda með meira info um það).

Sú gamla er búin að eiga skrýtinn dag. Var óskaplega hress fyrripart. Vildi klæða sig upp o.þ.h. en síðan ekki söguna meir. Ruglaði töluvert en hefur síðan sofið vært, eða eins vært og dauðvona krabbameinssjúklingur getur búist við. Hjúkrunarliðið gefur henni ekki langan tíma.

Tók Söru í dag með mér í bíltúr til þess að ná í gas á grillið. Fórum síðan og fengum okkur kaffi í sólinni. Þegar búið var síðan að grilla borgara að íslenskum sið (að sjálfsögðu með kokteilsósu) ofaní liðið röltum við út í kirkjugarð og skoðuðum leiðið þar sem Lilla verður lögð til hinstu hvílu.

Kvöldmatur með öllu genginu og síðan geri ég ráð fyrir að vera á hótelinu í nótt.

Lilla sefur enn.....


....framhald.

1 comments

Þriðjudagur 12. apr. 2005Eftir að hafa gist fyrstu nóttina hjá Lillu fórum við pabbi og tékkuðum okkur inn á Gansett Grenn Manor en þar komum við til með að vera. Þrátt fyrir "minor setback" (eitt rúm og svefnsófi í stað tveggja rúma og bilað klósett)þá er þetta hið bærilegasta. Staðarhaldarinn Gary vill allt fyrir okkur gera og það fer þokkalega um okkur.

Annars er ég búinn að vera með pest frá því ég kom og hún var svo svæsinn að ég lá í bælinu og svaf síðastliðinn sólarhring. Svefninn og góður skammtur af ammrískum meðulum komu mér á lappir í dag. Fór sem sagt með Gweldu í Drugstorið og keypti glás af meðulum sem ekki er hægt að fá á Íslandi. Stórar pillur með sterkum efnum.

Þrátt fyrir að vera býsna brött fyrsta kvöldið sem við vorum hér þá hefur Lillu farið hratt aftur undanfarna 2 daga. Hún mókir mestan part dagsins og er gefið morfín í stórum skömmtum. Við gerum ráð fyrir að þetta taki fljótt af, jafnvel á næstu klukkutímunum.

Miðvikudagur 13. apr. 2005
Þessi texti var sleginn inn á þriðjudag en í dag er nýr dagur og með nýjum degi breytist margt. Eftir að hafa átt mjög erfiða sl. daga þá er sú gamla búinn að vera ansi brött í dag. Við skiptumst á að sitja yfir henni í nótt og vorum síðan flest komin á fætur upp úr kl.6.

Magga Dóra kom í gær eins og stormsveipur. Við Frussungar og Magga Dóra tókum okkur góðan bíltúr niður á strönd og hlógum dálítið eins og vitleysingar. Öll frekar aum og lítt sofin og þar af leiðandi ofboðslega fyndin oft á tíðum.

Ég fór með Söru í dag og við hittum útfararstjórann, völdum kistu og gengum frá hlutum í sambandi við jarðarförina. Útfararstjórinn er lítill maður sem situr við stórt borð. Allt mjög fágað og prófessjonalt.

Er búinn að láta til mín taka í eldhúsinu við gífurlegan fögnuð frænku minnar sem liggur fyrir dauðanum. Svo mikil var gleðin að hún heimtaði mat frá Óla sínum, ekki búinn að borða neitt að ráði í nokkra daga. Það var nú svo sem ekki nein ósköp sem hún borðaði en voða þótti mér nú samt vænt um það.

Gwelda er búin að vera á fullu gasi síðan hún kom. Hún hefur ekki sofið mikið og ég finn að þessi systir mín hefur skapað sér mjög ákveðinn sess í þessu húsi. En þrátt fyrir að vera þreytt, sorgmædd og áhyggjufull þá er hún glöð með að geta kúkað.

Meira um það seinna.....


East Hampton

1 comments

Jæja þá er maður kominn til Amríku.

Lentum kl. 18:45 að staðartíma og vorum komin til East Hampton rétt rúmlega tveimur tímum seinnna. Karl faðir minn undrandi á því að það sé hægt að komast hingað á undir 6 tímum, en það var c.s. tíminn sem það tók hann síðast þegar hann kom. En þá var náttúrulega ekki sami driver. Annars verður að taka það fram að við vorum með betri leiðbeiningar og svo var náttúrulega "Taxi cab hunk" við stýrið.

Þar sem það virðist liggja í genum Frussunga vorum við komin snemma til Keflavíkur. Ekki gott að lenda í traffík og það hefur svo sem komið fyrir að eitthvað gleymist heima og þá er gott að hafa góðan tíma. Síðan þarf maður náttúrulega að njóta þess þegar maður flýgur "Saga Class". Fyrir ykkur sem hafið ekki prófað það þá er hægt að mæla með því. Sérstaklega biðstofunni á flugvellinum. Hægindastólar og legubekkir, þráðlaust net fyrir fartölvuna og aðgangur að tölvu, faxi og síma. Frítt að eta og drekka eins og mann listir, bækur í hillum og Bjössi. Já, kunnulegu andliti skaut upp í heldri manna stofunni. Gullpungur mættur, á leið til Minneappolis með kvennfélagi úr Mosfellsbæ. Skemmtileg tilviljun að tæplega 50% Grunnfrussunga skildu mætast á þessum stað og það innan um ekki minna fólk en Dorit og Jón Axel. Íslenskur aðall á faraldsfæti.

Flugið var með eindæmum þægilegt. Við feðgar sátum hlið við hlið á meðan Gwelda var sat hinumegin við ganginn mér á vinstri hönd. Nóg pláss, sæti sem hallast almennilega eftur á bak, og þriggja rétta máltíð. Ég hafði reyndar hugsað mér að reyna sofa megnið af leiðinni en fyrstu 2 tímarnir um borð eru pakkaðir af dagskrá.

1. Yfirhafnir teknar og hengdar upp.
2. Forskolun (Vatn, djús eða Bubbly).
3. Tekist á loft.
4. Fordrykkur.
5. Meira að drekka og saltkex í skál.
6. Val á DVD myndum fyrir flugið.
7. Áfylling á saltkex.
8. Áfylling á fordrykk.
9. Forréttur (hrálúða og valdir ostar).
10. Aðalréttur (lamb, veiði dagsins eða svínvafinn kjúklingur.
11. Eftirréttur (súkkulaðimúskaka og kaffi).
12. Endaréttur (meira kaffi, konfektmoli og líkjör).

Og þá fær maður loksins frið til þess að leggja sig.

Annars náði ég bara rétt smá kríum en þó nóg til þess að hressast við. Fínar eru flugleiðavélar. Sakna samt sýnikennslu á björgunarvestum. Það er bara ekki það sama að sjá teiknaðar fígúrur í sjónvarpi eins og vel til hafðar freyjur í úníformum renna gulri svuntunni yfir vel lagt hárið. Höfðum fyrir sið hér á árum áður að gefa freyjunum stig eftir frammistöðu. Hefði gefið mikið fyrir að sjá hvernig pungfreyjan Símon hefði borið sig að.

Lentum síðan á JFK á settum tíma og ferðin til East Hampton gekk eins og áður sagði eins í sögu.

Mikil upplifun að koma aftur hingað eftir 17 ár. Margt hefur breyst og annað ekki. Finnst eins og ég sé kominn heim. Ef að það væri einhver annar staður í heiminum sem ég vildi búa á annars staðar en á Íslandi þá er það hér.

Meira um það seinna og missið ekki af því.......


Meira.....

0 comments

Var að koma heim af hljómsveitaræfingu. Lummubandið Þorsteinn. Hef komist að því að Demi Plié er stórkostlegt band. Þegar maður lendir í því að spila með öðrum kemst maður að því hvers konar forrétinda ég hef notið í gegnum tíðina að fá að spila með eins flínkum músíköntum og ég hef spilað með. Reyndar er uppgjafa popparinn Þórður ansi hreint flinkur á trommurnar.

Annars er kominn feðrafirðingur í mann. Er á leið til Nefjork. Búinn að liggja á netinu. Leita að bílaleigubíl, hóteli og þess háttar. Fann allveg frábært á google. Leitið að East Hampton NY og súmmið inn á Lilla Lane og veljið síðan "Satellite". Þá er hægt að sjá loftmynd af stóra húsinu. Annsi skemmtilegt.

Og núna fer ég að sofa.....



Þá er að uppfæra....

......... en er of þreyttur.

Missið ekki af því........


Um Steinríkinn

Vensl

Tengsl

Tiltölulega nýtt

Töluvert eldra