Pamela og ég
Published þriðjudagur, nóvember 28, 2006 by Lavi | E-mail this post
Á flakki mínu um netheima datt ég niður á litla
frétt um vinkonu mína Pamelu Andersson. Ekki svo að segja að Pamela þekki mig persónulega eða hafi haft eitthvað af mér að segja síðustu ár en samskipti mín við konuna hafa hins vegar verið all þó nokkur. Hef ég fylgst með ferli hennar jöfnum höndum allt frá því að hún kom fyrst fram sem CJ Parker á Strandvörðum og fram til þessa dags. Fáar skapgerðaleikonurnar hafa tærnar þar sem Pam (eins og ég kýs að kalla hana) hefur hælana og kemur það ekki síst í talsetningu hennar á hlutverki Stripparellu í samnefndum sjónvarpsþætti. Gæði þessa sjónvarpsþátta koma kannski ekki á óvart þar sem Pam var ekki einungis í hlutverki aðalpersónunnar heldur einnig í hlutverki "frjós ráðunauts" við gerð þáttanna. Þegar ég í sakleysi mínu benti Spúsu og tveimur öðrum kvennkyns á þessa litlu frétt var sem allt ætlaði um koll að keyra. "Sjáið þið brjóstin á henni" æpti Spúsa með hryllingi. "Hvaða skálastærð ætli þetta sé eiginlega? R?" svaraði mákona mín með annari upphrópuninni. Eftir þetta eyddu þær töluverðum tíma í umræður um brjóstamál og sílikónfyllingar (þrátt fyrir að ég hafi bent á að hvergi hafi komið fram sannanir um skaðsemi slíkra fyllinga og að bandaríska þingið hafa leyft þær að nýju)og rökkuðu aumingja Pam niður. Þrátt fyrir að hafa hetjulega reynt að bera hönd fyrir höfuð Pamelu varð ég eiginlega undir og snáfaði aftur inn í rúm. Enda kannski ekki skrítið ég er búinn að veera mjög lasinn undanfarna daga og svo var ég líka töluvert sjokkeraður eftir að hafa lesið um skilnaðinn við Kid Rock.
Annað var það ekki..............
Nei, sjitt maður. Ég fékk svo mikið sjokk að ég þurfti að ná í nammið.