Hugleiðingar miðaldra manns með vaxandi áhyggjur af líkamsþyngd sinni.



East Hampton


E-mail this post



Remember me (?)



All personal information that you provide here will be governed by the Privacy Policy of Blogger.com. More...



Jæja þá er maður kominn til Amríku.

Lentum kl. 18:45 að staðartíma og vorum komin til East Hampton rétt rúmlega tveimur tímum seinnna. Karl faðir minn undrandi á því að það sé hægt að komast hingað á undir 6 tímum, en það var c.s. tíminn sem það tók hann síðast þegar hann kom. En þá var náttúrulega ekki sami driver. Annars verður að taka það fram að við vorum með betri leiðbeiningar og svo var náttúrulega "Taxi cab hunk" við stýrið.

Þar sem það virðist liggja í genum Frussunga vorum við komin snemma til Keflavíkur. Ekki gott að lenda í traffík og það hefur svo sem komið fyrir að eitthvað gleymist heima og þá er gott að hafa góðan tíma. Síðan þarf maður náttúrulega að njóta þess þegar maður flýgur "Saga Class". Fyrir ykkur sem hafið ekki prófað það þá er hægt að mæla með því. Sérstaklega biðstofunni á flugvellinum. Hægindastólar og legubekkir, þráðlaust net fyrir fartölvuna og aðgangur að tölvu, faxi og síma. Frítt að eta og drekka eins og mann listir, bækur í hillum og Bjössi. Já, kunnulegu andliti skaut upp í heldri manna stofunni. Gullpungur mættur, á leið til Minneappolis með kvennfélagi úr Mosfellsbæ. Skemmtileg tilviljun að tæplega 50% Grunnfrussunga skildu mætast á þessum stað og það innan um ekki minna fólk en Dorit og Jón Axel. Íslenskur aðall á faraldsfæti.

Flugið var með eindæmum þægilegt. Við feðgar sátum hlið við hlið á meðan Gwelda var sat hinumegin við ganginn mér á vinstri hönd. Nóg pláss, sæti sem hallast almennilega eftur á bak, og þriggja rétta máltíð. Ég hafði reyndar hugsað mér að reyna sofa megnið af leiðinni en fyrstu 2 tímarnir um borð eru pakkaðir af dagskrá.

1. Yfirhafnir teknar og hengdar upp.
2. Forskolun (Vatn, djús eða Bubbly).
3. Tekist á loft.
4. Fordrykkur.
5. Meira að drekka og saltkex í skál.
6. Val á DVD myndum fyrir flugið.
7. Áfylling á saltkex.
8. Áfylling á fordrykk.
9. Forréttur (hrálúða og valdir ostar).
10. Aðalréttur (lamb, veiði dagsins eða svínvafinn kjúklingur.
11. Eftirréttur (súkkulaðimúskaka og kaffi).
12. Endaréttur (meira kaffi, konfektmoli og líkjör).

Og þá fær maður loksins frið til þess að leggja sig.

Annars náði ég bara rétt smá kríum en þó nóg til þess að hressast við. Fínar eru flugleiðavélar. Sakna samt sýnikennslu á björgunarvestum. Það er bara ekki það sama að sjá teiknaðar fígúrur í sjónvarpi eins og vel til hafðar freyjur í úníformum renna gulri svuntunni yfir vel lagt hárið. Höfðum fyrir sið hér á árum áður að gefa freyjunum stig eftir frammistöðu. Hefði gefið mikið fyrir að sjá hvernig pungfreyjan Símon hefði borið sig að.

Lentum síðan á JFK á settum tíma og ferðin til East Hampton gekk eins og áður sagði eins í sögu.

Mikil upplifun að koma aftur hingað eftir 17 ár. Margt hefur breyst og annað ekki. Finnst eins og ég sé kominn heim. Ef að það væri einhver annar staður í heiminum sem ég vildi búa á annars staðar en á Íslandi þá er það hér.

Meira um það seinna og missið ekki af því.......


1 Responses to “East Hampton”

  1. Blogger Skotta 

    Æði.
    Frábært að fá ferðasöguna. Ég hlakka til að fá framhald.

Leave a Reply

      Convert to boldConvert to italicConvert to link

 


Um Steinríkinn

Vensl

Tengsl

xxx

Töluvert eldra