Var að koma heim af hljómsveitaræfingu. Lummubandið Þorsteinn. Hef komist að því að Demi Plié er stórkostlegt band. Þegar maður lendir í því að spila með öðrum kemst maður að því hvers konar forrétinda ég hef notið í gegnum tíðina að fá að spila með eins flínkum músíköntum og ég hef spilað með. Reyndar er uppgjafa popparinn Þórður ansi hreint flinkur á trommurnar.
Annars er kominn feðrafirðingur í mann. Er á leið til Nefjork. Búinn að liggja á netinu. Leita að bílaleigubíl, hóteli og þess háttar. Fann allveg frábært á
google. Leitið að East Hampton NY og súmmið inn á Lilla Lane og veljið síðan "Satellite". Þá er hægt að sjá loftmynd af stóra húsinu. Annsi skemmtilegt.
Og núna fer ég að sofa.....
0 Responses to “Meira.....”
Leave a Reply