Við pabbi fórum inn á hótel í gærkvöldi og vorum þar í nótt. Var uppgefinn og sofnaði um 10:30. Svaf í einum dúr til hálf níu í morgun og var greinilega útkeyrður. Helvítis kvefið hefur nú minnkað en sökum snýtinga hefur húð mín orðið fyrir áfalli í kringum nasavængjurnar. Er sem sagt komin með horfrunsu í kringum nefið sem virðist ætla að fara stækkandi. Og helvítið er svakalega aumt.
Vinkona Lillu (Brownie)kom í gær með tvær dætur sínar með í för og sú þriðja, Ann Sheldon?, kom í dag. Ann þessi býr nú í Sviss en Tuttla hafði víst gist hjá henni um árið í París.
Hún biður að heilsa Tutlu(Gwelda með meira info um það).
Sú gamla er búin að eiga skrýtinn dag. Var óskaplega hress fyrripart. Vildi klæða sig upp o.þ.h. en síðan ekki söguna meir. Ruglaði töluvert en hefur síðan sofið vært, eða eins vært og dauðvona krabbameinssjúklingur getur búist við. Hjúkrunarliðið gefur henni ekki langan tíma.
Tók Söru í dag með mér í bíltúr til þess að ná í gas á grillið. Fórum síðan og fengum okkur kaffi í sólinni. Þegar búið var síðan að grilla borgara að íslenskum sið (að sjálfsögðu með kokteilsósu) ofaní liðið röltum við út í kirkjugarð og skoðuðum leiðið þar sem Lilla verður lögð til hinstu hvílu.
Kvöldmatur með öllu genginu og síðan geri ég ráð fyrir að vera á hótelinu í nótt.
Lilla sefur enn.....
er það garðurinn sem er hinumegin við götuna?