og síðan líða dagarnir.....
Published þriðjudagur, apríl 19, 2005 by Lavi | E-mail this post
Hún Lilla frænka dó sl. laugardagsmorgunn. Við pabbi höfðum farið út í bíltúr þar sem þeim gamla fannst orðið heldur þröngt á þingi. "Það er soddan sægur af kvennfólki hér að við skulum skreppa út þangað til þeim fer að leiðast yfirsetan".
Við vorum staddir út á Shelter Island þegar Inga hringdi til þess að segja okkur fréttirnar. Drifum okkur til baka um leið og kvöddum þá gömlu í síðasta skiptið áður en að útfararstofan kom. Þrátt fyrir að vera ósköp fegin yfir því að hún hafi fengið að fara þá hafa undanfarnir dagar verið erfiðir, sérstaklega fyrir pabba.
Ekki bara að hann hafi verið að missa systur sína heldur smitaði strákskrattinn hann af "The icelandic pest, yoy now" og hann veiktist það hastarlega að við þorðum ekki annað en að fara með hann á spítalann í Southhamton. Þar fékk hann allsherjar yfirhalningu og tékk og fékk síðan að fara heim í bælið aftur. Þar hefur hann nú legið undanfarna 2 daga en hefur hresst mjög og er að verða góður á ný.
Ég kem til með að reyna skrifa meira um þetta allt saman seinna en læt þetta duga í bili.
0 Responses to “og síðan líða dagarnir.....”
Leave a Reply