......og annar til.
Published laugardagur, apríl 16, 2005 by Lavi | E-mail this post
Þá er enn einn dagurinn til liðinn.
Vorum komnir um 9 leitið í morgunn og allt er við það sama. Sú gamla er þó heldur verri. Við fórum með Gweldu til Bridgehampton í dag. Ætluðum að versla en það varð lítið úr því þar sem blaðra Hammersins var fullákveðin í að þetta væri sko ekki rétti tíminn til þess arna. Enduðum síðan í miðbæ East Hampton þar sem við snæddum hádegisverð á Amrískum diner. Hammerinn með krabbakökur en ungarnir fengu sér þrennusamloku með kjúkling. Kíktum síðan í bókabúðir og versluðum í matinn.
Spagettí ala Óli í kvöldmat.
Annað var það ekki í bili.....
Allrabestu kveðjur til Ann Shelton. Segið henni að ég hugsi mikið og oft til hennar með djúpu þakklæti því ég bý vel að hafa fengið að vera hjá henni. Ég lærði mikið um sjálfa mig af þeirri ferð og fékk meira út úr kynnum mínum við hana en hana grunar, góða hluti sem ég tók með mér út í lífið.
Þið megið gjarnan segja henni að ég hugsi oft til hennar með hlýju, ekki sýst þegar ég fæ tækifæri til að ferðast til Parísar (sem gerist oftar nú á dögum).
Bið að sjálfsögðu að heilsa hinum og það má gjarnan smella á þá gömlu faðmlagi og kossi frá mér. Eða stroku um kinn.