Þegar laufin sofa liggja spaðarnir andvaka.
Published þriðjudagur, apríl 26, 2005 by Lavi | E-mail this post
Þetta hefur verið hlutskipti mitt undanfarna daga þar sem ég virðist ekki ætla að komast af NY tíma.
Ég er sem sagt kominn heim eftir eitt erfiðasta ferðalag sem ég farið í hingað til. Lögðum af stað frá East Hampton rúmlega 2 og eftir tiltölulega tíðindalausan (örlítill efi á miðri leið og veðurversnun) akstur komum við til JFk um 5 leitið.
Vorum í góðum tíma þrátt fyrir tilraunir brúnaþungs landamæravarðar til þess að tefja okkur. Sá ætlaði nú aldeilis ekki að hleypa einhverjum sem pípir í jöfnum höndum í öryggishliðunum. Jafnvel þótt hann hafi einhverja pappíra upp á járn í hjarta og hné. Þó nokkra stund tók hann til að láta sannfærast að Hammerinn væri ekki einn Ósóminn enn og við renndum okkur inn á buisness class svítuna hjá British Airways.
Og þvílík vonbrigði. Eins og sjá má á fyrri póst þá þurfti maður að borga fyrir að fá þráðlausan aðgang og svo var náttúrulega breskur á borðum. "It is not bat but is british" sagði kennarinn minn í Englandi hérna um árið og það átti svo sannarlega við í þessu tilfelli. Ég fékk tekex og tjipps.
Þegar út í vél var komið kom í ljós að ég var fórnarlamb drukkins flugfarþega úr síðustu ferð og leti skúringarfólks í NY. Lítið hólf innan í sætinu hjá mér reyndist fullt af screwdriverblöndu og partur af sætisbeltinu lá þar snyrtilega ofan í. Þar sem freyjan var of upptekin við að dreifa drykkjum fyrir flugtak endaði ég með að þurfa þrýfa upp drulluna og sitja síðan með blaut belti. Var orðinn vægast sagt fúll.
Ákveðinn í að kvarta formlega við Flugleiði.
Vélin af stað út á flugvöllinn og þar enduðum við með að bíða í biðröð í 3 tíma áður en við fórum í loftið. Reyndar er það ekki allveg rétt því að eftir um tvo tíma var okkur tilkynnt um að við þyrftum að fara til baka að flugstöðvarbyggingunni þar sem við værum ekki lengur með nóg af bensíni til þess að komast til Íslands.
En sem sagt þremur tímum á eftir áætlun lögðum við loks af stað heim.
Fullur tilhlökkunar að geta nú loksins sofnað, dadarararrararrrr, öll ljós kveikt og jú eins og dyggir lesendur mínir vita nú þegar, fordrykkur og saltkex í skál. Til þess að gera langa sögu stutta, enginn svefn.
Lent í Keflavík, fríhöfn og tollur án vandkvæða. Loksins kominn heim en eins og áður sagði enn á NY tíma og hef ekki getað sofið að viti síðan.
Meira um það seinna en fyrir dygga aðdáendur þá á ég
þennan fyrir ykkur.
0 Responses to “Þegar laufin sofa liggja spaðarnir andvaka.”
Leave a Reply