0 comments
Published sunnudagur, janúar 30, 2005 by Lavi.
Svo saddur núna. Vorum með svínalæri í kvöldmat. Borið fram með brúnuðum kartöflum, baunum, salati og hrísgjónum. Og svo var étið sér til ábóta.
Ansi góð helgi bara. Eyddum föstudagskvöldi í Árbænum, laugardegi og kvöldi fyrir framan sjónvarp, sunnudeginum við val á eldhúsinnréttingum.
Sá Eternal Sunshine of the Spotless Mind á DVD. Frábær mynd í alla staði. Charlie Kaufman er einn af bestu pennum í heimi og mun ég héðan í frá sjá allar myndir sem hann hefur skrifað handrit af.
VIð hjónin þökkum öllum þeim er sendu okkur blóm og hamingjuóskir.
En að öðru leiti er þetta búin að vera góð helgi í alla staði og ég er hamingjusamur maður.
1 comments
Published föstudagur, janúar 28, 2005 by Lavi.
Þá er ég enn kominn í stríð við ættingja mína.
Finnst nóg komið af hreyfingarleysi á
Frussunni. Mun fremja kristileg hryðjuverk á þeirri síðu jöfnum höndum þangað til einhver annar en ég bloggar þar. Hef gert þetta einu sinni áður með ágætum. Annars er þetta kannski frekja í manni en takið eftir að þetta er einungis gert sökum væntumþykju á síðunni.
Er kominn í langt helgarfrí og stórar stundir framundan. Stefni að því að láta næstu þrjá daga verða fjölskyldu minni til góðs.
Talandi um fjölskyldu. Dóttir mín fékk niðurstöður úr miðsvetrarprófum í dag. 8 í meðaleinkunn og vorum við ansi ánægð með stúlkuna. Hún var ansi stolt sjálf og átti ekki von á þessu sjálf. Líkt og bróðir hennar sem er alltaf jafn hissa á því að hann geti lært. Hann hefur farið fram úr bjartsýnustu vonum í náminu og hefur tekið ótrúlegum framförum á undanförnum mánuðum. Allt í einu orðinn fullorðinn og farinn að taka ábyrgð á sjálfum sér (að mestu).
Við erum búin að ganga frá sumarleyfisplönum fyrir þetta árið. Förum til Spánar 13.júlí og verðum þar í tvær vikur. Af reynslu geta lesendur því búist við því að besta veður sumarsins verði á þessum tíma og ættu að planleggja frí og ferðalög á Íslandi á þeim tíma.
Og að lokum fyrir þá sem fylgjast með ofnæmi með árangri mínum við vambarpúkann.
Núverandi ástand:
Almennt ástand: Þokkalega fallegur og fínn.
Yfirgefin kíló: 2 (3 af 5 förnum komu fljótlega til baka eftir að heilsu var náð)
Æfingafjöldi: 0
Spennandi tímar framundan (vonandi)
Ekki missa af því.
0 comments
Published miðvikudagur, janúar 26, 2005 by Lavi.
Þá er ég búinn að skipta um útlit og setja inn linka.
Fleiri breytingar framundan.
Missið ekki af því............
Bjarni og Gunnar hafa verið vinir í aldarfjórðung.
Yfirleitt eru þeir félagar kankvísir og málglaðir en undanfarið hefur orðið breyting á. Þeir þegja þunnu hljóði og neita að tjá sig, hvorki við hvorn annan né nokkurn annan.
Hver ástæðan er hefur Björg kona Bjarna loks komist að en vill hvorki segja undirrituðum frá því né konu Gunnars, Búrkínu. Búrkína er seinni kona Gunnars og kemur frá Páskaeyjum. Björg er lítið hrifin af Búrkínu þar sem fyrri kona Gunnars er gömul bekkjarsystir hennar úr húsmæðraskóla. Þar var kennt að maður skuli elska sína konu og skuli hún þjóna honum vel og vandlega.
Björgu finnst Búrkína ekki þjóna Gunnari nægjanlega vel. Það finnst Bjarna ekki heldur þrátt fyrir að Gunnar sé bara nokkuð sáttur.
En hvað um það, enn einn dagur í sarpinn og þessi var notaður til jarðarfarar. Verð hrifnari með hverjum deginum af jarðarfararsálmum.
Minnist alltaf karakters í einni af óskrifuðum skáldsögum mínum. Maðurinn með jarðarfararfetish-ið. Mætir í jarðarfarir og í hugarórum sínum nær hann hámarki einhversstaðar milli moldunar og blessunar. Þess má geta að nýji presturinn í sögunni fær manninn ofan af háttalagi sínu og eftir á kemur hann í messur og segir frá frelsun sinni guði til dýrðar og öðrum til varnaðar.
Prestinum tekst hins vegar ekki að fá gamla einmanna konu ofan af því að mæta í jarðarfarir þar sem erfidrykkjurnar eru einu veislurnar sem henni er boðið(óboðin)í núorðið.
Geri fastlega ráð fyrir því að þetta verði jólabókin 2007.
Missið ekki af því........................
0 comments
Published mánudagur, janúar 24, 2005 by Lavi.
Skar mig í fingur og á í erfiðleikum með lyklaborð. Það er erfitt að vera skorinn á fingri þegar maður vinnur við tölvur skal ég segja ykkur. Fann til í fingrinum vegna stöðugra notkunar fram til 10 og þá var undirmeðvitundin loksins búinn að stimpla inn skurðinn framan á löngutöng vinstri handar. Þá fór ég að nota músina.
Ekki að það sé ástæðan fyrir bloggleti en ég hef verið ósköp latur til skriftana undanfarið, eins og glöggir lesendur hafa tekið eftir. Ástæðan fyrir bloggletinni er hins vegar bloggleti. Ég hef sem sagt ekki nennt að skrifa. Latur til bloggsins. Já, sannkallaður sannkallaður bloggleiði verð ég að segja.
Já en ekki lengur, nú verður sverft til stáls og munu samferða mínir fá það óþvegið með tevatninu. Hvað á það til dæmis að þýða að vera á tvöföldum launum hjá ríkinu? Hvernig stendur á því að Ingibjörg er sett í þá stöðu að þurfa leggja til mágs síns?Og hvað er eiginlega í gangi hjá Ingveldi? Á öllu þessu hef ég skoðanir og mun ekki líggja á skoðunum mínum.
Missið ekki af því........
2 comments
Published laugardagur, janúar 15, 2005 by Lavi.
Dóttir mín ætlar að skipta um handboltalið. Handknattleiksdeild Fjölnis er nefnilega illa rekinn. Illa skipulögð og illa rekin. Þær eru t.d. búnar að missa af mótum vegna þess að þjálfarar gleymdu að skrá þær til leiks. Mér til lítillar gleði býst hún við að fara í Fylki. Appelsínugulir búningar...... kommón. Ég vildi að hún færi í Þrótt.
Ég horfði á Idol. Mér finnst Idol skemmtileg keppni. Dómararnir eru samt að verða frekar þreyttir. Sigríður dúkari, Ásbjörn fyrrverandi lagasmiður og hann þarna skólabróðir hennar Möggu. Sagði nákvæmlega fyrir um úrslitin. Held með Davíð. Er fullviss um að hann sanni það sem ég hef alltaf sagt: Það skiptir engu máli hvort maður hafi brjóst, bara að maður kunni að syngja.
Var síðastur út úr vinnunni í dag og eftir að ég varð einn setti ég Bubba í mp3 spilarann. Hlustaði á blöndu af Fingraförum, plágunni og Ímynd. Bubbi hefur ekki verið samur síðan þá.
Á morgunn ætla ég að skrifa meira.
Ekki missa af því.........
3 comments
Published mánudagur, janúar 10, 2005 by Lavi.
Glöggir lesendur hafa kannski tekið eftir því að ég hef ekkert bloggað síðan síðast. Hefur það með líkamlegt ástand mitt að gera undanfarna daga. Lagðist semsagt í inflúensu eina og lagði sú arna gerpinn flatann í rúmið. Í móki á þriðja sólahring og er í raun ekki orðinn góður enn. En hvað um það í veikindum mínum hefur fiskimánuðurinn verið lagður á hilluna þar sem veikir menn þurfa kók og súkkulaði.
Núverandi ástand:
Almennt ástand: Frekar sloj en þó fallegur og fínn.
Yfirgefin kíló: 5
Æfingafjöldi: 0
Spennandi tímar framundan.
Ekki missa af því.
2 comments
Published mánudagur, janúar 03, 2005 by Lavi.
Fiskimánuðurinn mikli byrjaði í dag.
Borðaði nenilega plokkara í hádeginu stuttu eftir að ég kom nýjum bæjarstjóra inn í djobbið þ.e. koma henni í tölvusamband. Meðan á því stóð gekk hver yfirmaðurinn á fætur öðrum inn á skrifstofuna hennar og bauð velkomna með smjaðurlegu brosi og óskum um velfarnað á komandi mánuðum.
Ég hins vegar hef komið mér upp þeim ótrúlega hæfileika að hverfa öðrum þegar það hentar. Að minnsta kosti varð ég ekki var við að fólk væri mikið að taka eftir mér. Fékk þó nýárskoss frá fjármálastjóranum.
En plokkari var það sem sagt í hádeginu. Á morgunn verður eitthvað annað.
Missið ekki af því......
Hef ákveðið að taka mig á í vextinum. Framundan fiskimánuðurinn mikli og stefnan er tekin á gymmið með 3/4 af fjölskyldumeðlimum. Kem til með að pósta um framfarir hér í framtíðinni.
Núverandi ástand:
Almennt ástand: Fallegur og fínn.
Yfirgefin kíló: 0
Æfingafjöldi: 0
Spennandi tímar framundan.
Ekki missa af því.......
1 comments
Published laugardagur, janúar 01, 2005 by Lavi.
Á nýju ári er gott að byrja blogg. Mun hér eftir pósta á þessa síðu það sem kemur í hugann og á ekki heima á öðrum síðum sem ég hef vanið ritsmíðar mínar á. Hvet ykkur til þess að lesa mig daglega bæði vegna þess að ég er fallegur og ótrúlega sniðugur. Á næstu dögum mun ég bæta hér inn gismóum líkt og teljara og spallborði og þá verður nú gaman að lifa.
Ekki missa af því........