Hugleiðingar miðaldra manns með vaxandi áhyggjur af líkamsþyngd sinni.



...og verkvitið hef ég frá Ömmu minni.


E-mail this post



Remember me (?)



All personal information that you provide here will be governed by the Privacy Policy of Blogger.com. More...




Þá hefur komið í ljós að ég er iðnaðarmaður mikill. Skreið fram úr í morgunn og leit með stolti á skrifstofuálmuna sem fékk seinni málningarumferð eftir körfuboltaæfinguna í gærkveldi. Þá er ég sem sagt búinn að sagast í gegnum vegg, veggir voru einangraðir, gifsplötu sniðnar til og festar upp, dregið á loft og sparstlað í kverkar og síðan málað yfir herlegheitin, tvær umferðir hvorki meira né minna. Í dag er síðan stefnt að gólflögn og síðan verða sett upp skrifborð og vinnuaðstaða (hönnuð af mér að sjálfsögðu).

Annars hefur Tumi Þumall verið óspar á að nýta sér þá vini sem ílengtust í iðnáminu.

Einn af þeim er smiður og kanndi hann mér réttu tökin á gipsinu. Hann er einn af Álfheimagenginu sem dyggir lesendur muna kannski eftir. Fyrir ykkur hin þá tengist Álfheimagengið draum sem mig dreymdi þegar ég var enn að hunkast við staurinn. Í honum var ég í sambandi við stjórnstöð Hreyfils sem bað okkur í Álfheimagenginu að passa upp á að íbúar við Andrésarbrunn og Katrínarlind þyrftu ekki að hafa áhyggjur af því að fá bíl.

En hvað um það. Á meðan mér voru sýnd handtökin við gipsið helltum við upp á vinskapinn með sögum og kaffi. Kom þá í ljós að hann er með fyrirtæki í maganum, þ.e. hann og hans bróðir eru að fara í smíðasamkrull. Helsta vandamálið væri nafn á fyrirtækið. Til þess að borga fyrir aðstoðina hellti ég mér í nýyrðasmíði fyrirtækislega séð. Nokkuð bar á hugmyndum sem byrja á "Allt þetta" eða "Gæða hitt". Reynslan sýnir hins vegar að slík nöfn eru yfirleitt nöfn á skítafyrirtækjum og fúskurum. Það voru þó nokkur nöfn sem okkur fannst koma til greina en að lokum stóðum við eftir með tvö nöfn sem þeir bræður velja um,

Jósep og sonur ehf
Jesú kvistur ehf

Ég mæli með hinu fyrra


Annað var það ekki.......


2 Responses to “...og verkvitið hef ég frá Ömmu minni.”

  1. Anonymous Nafnlaus 

    Þetta gengur ekki nema þeir ætli sér að stunda líkkistusmíði.

  2. Anonymous Nafnlaus 

    Ananrs finnst mér þú rosalega duglegur.

Leave a Reply

      Convert to boldConvert to italicConvert to link

 


Um Steinríkinn

Vensl

Tengsl

xxx

Töluvert eldra