.....annað var það ekki.
Published föstudagur, mars 03, 2006 by Lavi | E-mail this post
Hverjir hafa svo saknað mín? Ég bara spyr. Búið að vera ótrúlega mikið í gangi hjá mér undanfarið og enginn tími til bloggunar. Ég var nefnilega settur í það að skipuleggja áshátíð bæjarins ásamt fleirum að sjálfsögðu og hefur það ásamt vinnu (tveir veikir) tekið upp mestanpart af mínum tíma sl. vikur.
Mér tókst þó að mæta á eina hljómsveitaræfingu hjá Stórsveitinni Ólafíu (áður Nonni overrated). Þrátt fyrir fámenni er mætti var magnaður upp söngvaseiður einn mikill er var svo magnaður að viðkomandi tónlistarmenn réðu sér vart fyrir hrolli. Sumar upplifanir eru þannig í lífinu að maður veit að líkur eru á að um einstakan atburð sé að ræða og verður að segja að þetta var einn af þeim. Vonandi (fyrir þá sem ekki mættu á æfingu) verðu þetta þó ekki einsdæmi.
Annað var það ekki........
Ég hef saknað þín Lavi, ekkert smá......
hehehehe ... jújú, það hef ég svosem líka ...