Af meðgöngu minni og hundsins......
Published miðvikudagur, febrúar 15, 2006 by Lavi | E-mail this post

Jæja ekki er hann duglegur við bloggið þessa dagana enda búinn að vera ótrúlega þreyttur og latur undanfarna daga. Finnst dálítið eins og það megi ekki vera ólétt kvenkyn á heimilinu án þess að ég detti í samúðarmeðgöngu. Hef einhvern tíman sagt ykkur frá meðgöngu minnar og Spúsu hér um árið og nú er ástandið svipað. Monzan okkar er nefnilega á síðustu dögum meðgöngu og erórðin óskaplega þreytt og þrútinn. Ég líka. Hún er sem sagt kominn einn dag fram yfir og það má búast við hvolpum á heimilið á næstunni. Á meðan fara ungar íslenskar konur á aldrinum 15 - 19 ára u.þ.b. fjórum sinnum á viku í fóstureyðingu. En meira um það seinna.
Annað var það ekki.....
0 Responses to “Af meðgöngu minni og hundsins......”
Leave a Reply