Viðburðarík helgi.....
Published sunnudagur, febrúar 19, 2006 by Lavi | E-mail this post
Viðburðarrík helgi verður að segjast. Þorrablót, Heiðar Ástvaldsson, tíkarfæðing o.fl. Spurning hins vegar á hverju á að byrja.
Fór á enn eitt þorrablótið í ár. Það þriðja í röðinni á þessu ári. Tók létt á súrmetinu en þess betur á fljótandi veigum í boði bæjarstjórans. Blótið fór að mestu vel fram og undu flestir vel við góða skemmtun. Eftir borðhald og fjöldasöng við undirleik tveggja gítara og nikku að þjóðlegum sið, tók við dansæfing fram eftir kveldi undir dyggri stjórn framámanns í danshreyfingunni, "Komum að dansa". Það verður þó að segjast að undirritaður hafði minni gleði af tónlistarvali framámannsins en tók þó steininn úr er hið fróma lag "Höfuð, herðar, hné og tær" tók að hljóma og hafði ég þá á orði að réttast væri að fara ljúka partýinu. Dansstjórnandinn má þói eiga það að honum tókst að koma bæjarstjóranum út á gólfið og var það sjón sem mun vart líða veislugestum úr minni. Höfðu menn á orði að sjaldan hefði annar eins dans verið stiginn er hann sveif yfir gólfið, líkt og léttstígur krónhjörtur í tilhulífi, við undirleik "Best of Costa del sól diskó 1975". En eins og áður sagði ber þó að hætta hátið þegar hæst stendur og var því slúttað með stæl og fólk hélt af stað heimleiðis. Á meðan verið var að hreinsa súrmetið upp af gólfum og borðum renndi ég hins vegar lögum að mínu vali á fóninn sem gerði það að verkum að tiltektin ílengdist um þó nokkurn tíma. Erfitt að skúra þegar skúringargengið er enn á dansgólfinu.
Ætlaði mér heim eftir þetta en þar sem Dagný nokkur danskennari vildi ólm hitta á mig og freistaði mín með samvistum við Heiðar nokkurn Ástvaldsson lét ég tilleiðast og skutlaðist við annan mann í miðbæinn.
Þar hittum við Dagnýju og danskennara þrjá og eyddum við næstu klukkutímum við heimsóknir á hina ýmsustu bari. Ekki svo sem mikið að segja frá (þrátt fyrir félagsskapinn (Heiðar er farinn að slappast), sénsinn minn á Café Cosy, rifrildið við kennara í Snælandsskóla um tölvukerfi Kópavogsbæjar svo ekki séð talað um að verða vitna að því þegar formaður samtakanna 78 var húðskammaður af sénsinum mínum eftir að sénsinn var búinn að bjarga honum frá óhressum götustrákum sem ætluðu að taka í rassgatið á honum) og þó að ég væri búinn að lofa Dagnýju að blogga um ævintýri næturinnar.
Þegar þynnkunni sleppti á laugardeginum tók Monzan okkar síðan til og gaut fjórum heilbrigðum hvolpum. Allt tíkur sýnist okkur en erfitt að sjá fyrr en hún leyfir okkur að skoða þá almennilega. Hún var óskaplega dugleg og er mjög passasöm. Pósta myndum af krílunum um leið og ég er búinn að hlaða batterí fyrir myndavélina.
Annað var það ekki í bili........
Þessi helgi hefur þá verið eins og allar hinar...
Við danskennarar óskum eftir nærveru þinni framvegis þegar við skoðum þessar hliðar lífsins því við sáum að við gátum lært mikið á ÞÉR... og hvernig skal hegða sér í návist sannra karlmanna !