Leikarinn ég......
Published mánudagur, mars 06, 2006 by Lavi | E-mail this post
Ég ætlaði alltaf að verða leikari en svo sá ég að það væri eitthvað sem myndi ekki henta mér. Ég hefði náttúrulega rúllað leiklistarskólanum upp, inntökuprófunum og allt. Það hefði eingöngu verið formsatriði. Tvær til þrjár bíómyndir áður en að útskrift kæmi. Eftir tveggja ára glæsilegan feril í Þjóleikhúsinu myndi leikflokkurinn minn, sjálfstæði, slá í gegn með framúrstefnulegt verk í útlöndum og í framhaldi af því yrði ég valin ein af skærustu stjörnunum á kvikmyndahátíð í Rúðuborg. Eftir það myndi leiðin liggja í kvikmyndir í útlöndum þar sem hver gegnrýnandinn á fætur öðrum myndi eigi halda vatni. Eins og þið sjáið er þetta töluvert og í raun alltof mikil vinna enda er ég ekki leikari í dag. Síðan hefði maður trúlega floppað á nokkrum myndum og endað sem aukaleikari í sápuóperu í USA. Nei takk það er ekki fyrir mig.
Arndís og Eiríkur eru nú hjón og óska ég þeim til hamingju.....
Annað var það ekki..........
0 Responses to “Leikarinn ég......”
Leave a Reply