Sigríður á Barmi fór í leikhús.
Published mánudagur, janúar 30, 2006 by Lavi | E-mail this post
Helgin liðin og leið hún við leti og afslappelsi. Allveg búinn að sjá að eina leiðin til þess að eyða helgum er við rúmstokkinn, með fullt af bókum og hæfilegan skammt af íþróttaleikjum í sjónvarpinu. Tók mig þó til og þreif dálítið fyrir Spúsu í gær.
Túskildingurinn var góð skemmtun í alla staði. Byrjuðum í Kjallaranum í mat sem var ótrúlega góður og þjónustan var til fyrirmyndar. Reyndar er búið að banna reykingar í húsinu sem þýðir að þetta var trúlegast í síðasta skiptið sem ég kem í Þjóðleikhúskjallarann. Sýningin var mögnuð. Hver leikarinn öðrum betri þó að stjarna sýningarinnar sé óumdeilanlega Lavi Egilsson. Fór hann hamförum sem Makki hnífur bæði lárétt og lóðrétt. Enduðum síðan kvöldið með góðu leikhússpjalli yfir ostum og ónýtum bjór hjá Sigríði á Barmi.
Nú er aðeins einn dagur eftir í kosningu janúarmyndar í
ljósmyndasamkeppninni. Þrátt fyrir þó nokkra yfirburði framan af hefur Lavi mist öruggt forskot með lélegum leikkafla niður í jafntefli við Gweldu eins og staðan er núna. Hvet ykkur til að kjósa....
Annað var það ekki í bili.......................
"Reyndar er búið að banna reykingar í húsinu sem þýðir að þetta var trúlegast í síðasta skiptið sem ég kem í Þjóðleikhúskjallarann."
Ég geng þá út frá því að þú sért alveg 100% ákveðinn í að hætta aldrei að reykja. Staðfesta er dyggð.
Ég hætti að reykja og mér finnst það gott. Ég hætti reyndar ekki af því ég vildi það sjálf heldur af því að líkaminn minn strækaði á mig í hvert skipti sem ég reykti. Ég hef heyrt það gerist oft hjá reykingafólki. En mér hefur alltaf fundist súrefniskútur og rör í nefið vera the ultimate accessorie.
Ekki að þú sért að missa af neinu í Þjóðleikhúskjallaranum. Nema kannski frísku lofti ...
Búinn að reyna að svara en ekkert gengur. Verð að fara huga að nýju template-i