Hugleiðingar miðaldra manns með vaxandi áhyggjur af líkamsþyngd sinni.



2006


E-mail this post



Remember me (?)



All personal information that you provide here will be governed by the Privacy Policy of Blogger.com. More...



"Gleðilegt ár og takk fyrir það gamla" æpti spúsa á mig í gegnum sprengingarnar. "Ha!, já einmitt, takk sömuleiðis" sagði ég og smellti á hana einum snöggum en stökk síðan af stað til þess að halda áfram að sprengja. Ég er nefnilega dálítið mikið fyrir sprengjur skal ég segja ykkur. Sá áhugi hefur reyndar minnkað sl. ár vegna anna um áramót. Hönk við staurinn undanfarin 4 áramót en ekki núna. Nei eins og þið vitið þá ég er nefnilega hættur að hönkast, að eilífu, Amen. En ég var semsagt í fríi og var ákveðinn í að endurnýja kynni mín við sprengjur. Við áttum enn allar stóru bomburnar frá því í fyrra og ég ákvað að bæta við einni góðri tertu sem ég gat fengið á góðum prís. Þegar hún var sótt var mér hinsvegar tilkynnt að hún væri í boði ákveðins fyrirtækis sem ég hef ljáð hendi á sl. ári og var því sprengt fyrir samtals 0 kr. um þessi áramót. En fínt var það fírverkið skal ég segja ykkur.

Og síðan var skálað og sungið fram undir morgunn. Nýja árið sem sagt byrjaði með miklu blasti á allan mögulegan máta. Við skulum bara vona að það boði gott.

Meira seinna.....


1 Responses to “2006”

  1. Anonymous Nafnlaus 

    testing vontúþrí

Leave a Reply

      Convert to boldConvert to italicConvert to link

 


Um Steinríkinn

Vensl

Tengsl

xxx

Töluvert eldra