Hugleiðingar miðaldra manns með vaxandi áhyggjur af líkamsþyngd sinni.



Nýtt ár......í bútum.


E-mail this post



Remember me (?)



All personal information that you provide here will be governed by the Privacy Policy of Blogger.com. More...



03.01.2006
Ja, ekki byrjar það vel.
Ákveðnum til- og fyrirgreiðslum varðandi mig hefur verið slegið á frest af vinnuveitendum mínum þangað til að Gilitrutt vinur Gweldu kemur úr fríi. Það er víst ekki hægt að taka sjálfstæðar ákvarðanir nem Gilitrutt gefi grænt ljós. Ástandið er orðið slíkt að yfirmaður minn er að gefast upp. Er farinn að leita sér að nýrri vinnu og ætlar að segja upp. Og hvað gerir maður þá? Ég er ekki viss um að ég sé tilbúinn til þess að taka upp þráðinn á ný með nýjum manni. Hver veit nema að maður fari að hugsa sér til hreyfings líka. En maður gerir þó ekkert að óhugsuðu máli.

Ég missti tönn um jólin og burðast nú með gat í munni sem minnir á almannaskarð á góðum degi. Skarðið orðið uppfullt af allskyns góðgæti svo sem Kalkún, hamborgarhrygg, nautakjöti og meðlæti. Þótt gott sé að geta nartað í afganga milli mála er ég nú samt að spá í að panta tíma hjá tannsa sem fyrst. En maður gerir þó ekkert að óhugsuðu máli

06.01.2006
Annars hef ég verið að finna fyrir mikilli þörf hjá mér nú á nýju ári til framkvæmda. Við höfum endanlega gefið flutninga upp á bátinn þrátt fyrir skrautlegar uppákomur á efri hæðinni. Eins og áður hefur verið póstað þá tók fyllibyttan á efri hæðinni sig upp og flúði til Amríku. Sprautufíkillinn Rónabróðir fór hins vegar að venja komur sínar í íbúðina ásamt félögum. Það þótti því vera ástæða til gleði þegar fréttist af tilvonandi sölu íbúðarinnar. "Bara dagaspursmál hvenær skrifað verður undir" sagði frændinn sem sá um sölu íbúðarinnar, "já, og hún á að standa tóm og enginn að vera þar þangað til nýjir íbúar flytja inn". Urðum við því hissa einn morguninn þegar hljóð berast af efri hæðinni og eftir að hafa fengið staðfestingu frá frændanum seinna um daginn að enginn ætti að vera þar hringdum við í lögregluna og tilkynntum um umgang. Þegar við komum heim úr vinnu þann daginn var allt með kyrrum kjörum en rétt fyrir miðnætti hringir bjallan og stendur þar bróðirinn ásamt tveimur frekar skuggalegum mönnum. "Gúlp" hugsaði ég. "Ég frétti að það hefðuð verið þið sem hringduð og kvörtuðuð í lögregluna". "Gúlp, gúlp" hugsaði ég í þetta skiptið. "Ég vildi bara koma og biðjast afsökunar á framferði mínu í dag" sagði hann um leið og félagarnir tveir lögðu af stað upp á efri hæðina. "Ég var bara svo sár yfir því að allt skyldi fyllast hér af löggum þrátt fyrir að ég væri hér í fullum rétti. Ég bara missti mig allveg. Frændinn hefur ekkert leyfi til þess að selja þessa íbúð og systir mín er búin að gefa mér þessa hluti sem eru þar". Um leið og hann sleppti þessum orðum heyrði ég félaga hans brjóta upp glugga með snöggum hvelli. Datt ekki í hug að reyna standa í vegi fyrir félögunum og afsakaði mig á því að ég hefði einungis verið að hugsa um systur hans og hann sjálfan en þar sem hann væri greinilega í fullum rétti þá þyrfti hann ekki að hafa áhyggjur af því að ég skipti mér að þessu í framtíðinni. Enda stóð það á endum á innan við 10 mínútum var búið að bera út í sendiferðabíl ískáp, eldavél, sjónvarp tölvu og allt fullt af öðrum hlutum sem greinilega er hægt að koma í verð. Og síðan voru þeir farnir. Nokkrum dögum seinna hitti ég frændann sem var mættur á staðinn, greinilega enn að selja íbúðina og lét ég hann vita af því að hann væri í órétti og bróðirinn væri sá sem hefði völdin. Svo hlóum við og hann sagðist skilja mig en eins og áður hefði verið rætt þá ætti þessi íbúð að vera mannlaus og síðan festu þeir gluggan enn á ný. 10. mínútum eftir að frændinn fór rak ég augun í bróðirinn sem var á leið inn um gluggan klifjaður innkaupapokum úr Bónus eins og ekkert væri eðlilegra. Hústökubróðirinn hefur síðan alið manninn á efri hæðinni síðan þá ýmist með sprautuvinunum eða börnunum sínum (sem komu og gistu hjá honum a.m.k. 2 daga yfir jólin. Börnin voru reyndar að mestu ein þar sem hann var staddur, að þeirra sögn þegar ég kom upp til þess að kanna hávaða kl. 1:30, í næstu blokk í heimsókn. Þá var mér nóg boðið. sagði krökkunum c.a fjögurra, sex og átta ára, að hætta þessum látum og koma sér í rúmið. Ákveðinn í að gera lögreglu og barnaverndayfirvöldum viðvart daginn eftir til þess að hræða ekki krakkana með lögreglu um miðja nótt(ég veit auðvitað átti ég að hringja strax). Daginn eftir var hustökuliðið hins vegar á bak og braut og daginn þar á eftir voru mætti menn sem hreinsuðu restina af eigum og drasli út úr íbúðinni. Okkur til mikilliar gleði fóru að berast annarskonar læti að ofan nú í morgunn. Nýjir eigendur eru byrjaðir að gera upp íbúðina og fytja vonandi inn sem fyrst. Í gleði minni var ég næstum hlaupinn upp með nýbökuð rúnstykki til þess að bjóða þau velkomin en hélt aftur af mér og ákvað frekar að skora stig hjá Spúsu og vakti hana með morgunmat í rúmið. Maður gerir jú ekkert að óhugsuðu máli.

Eins og glöggir lesendur hafa tekið eftir þá hefur Steinríkurinn nú breytt útliti síðunnar. Vonast ég til að breyting þessi muni bæði gleðja lesendur og verða þeim til eggjunar í daglegu amstri.

Annað var það ekki..........


2 Responses to “Nýtt ár......í bútum.”

  1. Anonymous Nafnlaus 

    Það tók mig smá tíma að venjast lúkkinu ... og finna hvar ég gat kommentað. Er glöð að sá möguleiki er enn fyrir hendi.
    Ef ég væri ekki atvinnulaus myndi ég segja að hausinn á síðunni væri það sem Transbuddha kallar NSFW.
    Gott að ekki fór verr með samskiptin við dópistana. Til hamingju með nýju nágrannana. Fólk sem gerir upp íbúðir áður en það flytur inn í þær er fólk sem lofar betru ...

  2. Anonymous Nafnlaus 

    XXX

Leave a Reply

      Convert to boldConvert to italicConvert to link

 


Um Steinríkinn

Vensl

Tengsl

xxx

Töluvert eldra