Hugleiðingar miðaldra manns með vaxandi áhyggjur af líkamsþyngd sinni.



Matur, menning og sitthvað annað skemmtilegt.


E-mail this post



Remember me (?)



All personal information that you provide here will be governed by the Privacy Policy of Blogger.com. More...



Einu sinn var gömul kona í lest á leið heim til sín. Ekki að það sé í frásögur færandi en það sem gerði þessa gömlu konu þess virði að færa má sögur af henni í letur er að hún hafði anlitslýti sem maður sér nú ekki á hverjum degi. Og ef anlitslýti er ekki tilefni sögusagnar þá veit ég ekki hvenær er tilefni til sögusagna.

En hvað um það.

Dóttir mín lagði af stað í bítið til Akureyrar í keppnisferðalag. Ekki laust við að gamlar minningar um rútuferðir og flug í íslenskri vetrarfærð komi upp í hugann. Tútturnar, en það er félagsskapur kvenna í kringum mig, hafa haft miklar áhyggjur af ferðalögum sem þessum og sérstaklega þegar snjó kyngdi niður fyrir nokkrum vikum. Ég hef hins vegar sagt að þegar maður búi á Íslandi þá sé nauðsinlegt að búast við því að sitja í snjóskafli jöfnum höndum um æfina. Það herði mann og geri að íslending.
Hætti reyndar við sjálfur að fara norður þar sem ég nennti nú eiginlega ekki að keyra í vetrarfærð til Akureyrar. Var ekki fyrr búinn að tilkynna dóttur minni að ég myndi ekki koma með en það skall á með vori.

Spúsa er búin að panta steinsmugu til þess að koma og búa til gat í vegg einn í eldhúsi voru. Verð að segja að ég er frekar glaður þegar Spúsa mín tekur svona af skarið enda tel ég að þetta séu endanleg endalok hugmynda hennar varðandi flutning í önnur sveitarfélög. Ætlum sem sagt að opna inn í geymsluna og útbúa þar skrifstofu aðstöðu og afþreyingarherbergi fyrir húsbóndann og jú Spúsan fær líka þar inni. Er mikið að hugsa til þess að framlengja eldhúsinnréttinguna og láta einhverskonar opnanlegan skáp loka innganginum í herbergið. Finnst kúl að vera með falið rými í íbúðinni.

Ferðin í leikhúsið um daginn kveikti á löngu gleymdum áhuga ( eða í það minnsta lömuðum) fyrir leikhúsi. Ég og Spúsa höfum nú troðið okkur inn í leikhúshóp Dísu mákku og er fyrsta leikhúsheimsóknin í kveld. Ætlum að sjá Túskildingsóperuna í Þjóðleikhúsinu.
Byrjum á mat í Kjallaranum og síðan upp í menninguna.

Minni á að nú líður(greyið) að lokum kosningar á mynd janúarmánaðar. Þegar þetta er skrifað hefur mynd Lava Hammers ótvíræða forystu með 40% atkvæða og get ég svarið að ég hef einungis kosið einu sinni.

Annað var það ekki........


0 Responses to “Matur, menning og sitthvað annað skemmtilegt.”

Leave a Reply

      Convert to boldConvert to italicConvert to link

 


Um Steinríkinn

Vensl

Tengsl

xxx

Töluvert eldra