Hugleiðingar miðaldra manns með vaxandi áhyggjur af líkamsþyngd sinni.



Menningarveislan


E-mail this post



Remember me (?)



All personal information that you provide here will be governed by the Privacy Policy of Blogger.com. More...



Nohh, þá er kominn mánudagur enn á ný. Eftir að hafa legið yfir bók fram undir morgunn lá ég andvaka og datt niður í hugsanir um að nú væri maður trúlegast c.a. hálfnaður með lífsgönguna. Varð frekar "díprest". Veit ekki hvað það var sem tryggaði þessar hugsanir og þó hún Svava vinkona leit við í kaffi í gærkvöldi og sagðist verða 42. á miðvikudaginn og síðan áttaði ég mig á því að 16. janúar hefur skotið upp kollinum og það þrátt fyrir að jólin hafi verið í gær. Þetta jafnaði sig fljótlega þar sem ég er ekki of vanstilltur maður að eðlisfari og held ég að ég hafi sofnað eftir c.a. 2 andvöku mínútur.

Annars er helgin búin að vera viðburðarrík.
Fór með Spúsum, Dísusystrunum hennar og Eiríki í leikhúsið á föstudagsköldið. Sáum nýtt leikrit, "Glæpur gegn diskóinu", eftir ungt veilskt skáld að nafni Gary Owen. Ég var svo heppinn að Eiríkur kom að vinnslu sýningarinnar og bauð hann mér og Spúsu. Verkið er frábært. Hádrama þar sem tekið er á málefnum sem allir kannast við á einhvern hátt. Að minnsta kosti höfðu allir einhverja skoðanir og sögur í frumsýningarpartýinu sem okkur var síðan boðið í. Vill benda þeim konum sem ég þekki er vinna við borgarleikhúsið að, þrátt fyrir að ég hafi kvartað jöfnum höndum yfir því að þær skuli ekki muna eftir mér, littla bróður þeirra, þegar kemur að því að bjóða í leikhúsið þá hafi ég mikklu meiri áhuga en t.d. Gwelda. Það er sem sagt karmenn 1998 útskriftarárgangs leiklistarskólans sem standa að sýningunni og eru þeir hver öðrum betri í verkum sínum. Fullt hús hjá Steypibaðsfélaginu Stút segi ég nú bara eins og gagnrýnandi Lesbókarinnar.
Á laugardaginn var síðan haldin heljarins veisla hjá Gweldu í tilefni af fimmtugsafmæli og komu Önnu frænku frá Amríku. Gwelda er góð heim að sækja eins og við Frussungar þekkjum og býður einatt uppá gæðameðlæti. Að þessu sinni lagði ég þó til glás. Ásamt foreldrum mínum gerðum við hlé á veisluhöldum um 19:30 og héldum til Kópavogs þar sem árlegir Nýárstónleikar Salarins voru haldnir. Það er kemmst frá því að segjast að tónleikarnir voru einstaklega vel heppnaðir og mamma grét. Sem og karl faðir minn sem sat seinna um kvöldið dasaður og yfir sig hrærður. Fyrir þá sem misstu af þessu má benda á þetta.

Sunnudagur leið síðan við létta endurkomu í Leifsgötunni í meðlætisafgöngum og glás. Þegar heim var komið lagði ég mig sem aftur á móti þýddi að ég kláraði bókina sem ég talaði um í byrjun.

Fyrir linka þyrsta bendi ég á:
Þennann
þennann
og þennann.

Minni á að nú eru aðeins eftir 4 dagar þangað til skilafrestur vegna ljósmyndasamkeppninar rennur út.
Þemað er vetur og myndina má senda á steinrikur@simnet.is
Annað var það ekki í bili.


3 Responses to “Menningarveislan”

  1. Anonymous Nafnlaus 

    ég er vakandi um miðja nótt og er svo þreytt að ég er búin að gleyma hvað ég ætlaði að segja.

    ó. alveg rétt.
    vá hvað ég þekki fáa af þessum strákum sem maður getur sagt álit sitt á. og þeim fáu sem ég þekki hef ég svo lítið álit á ...

  2. Anonymous Nafnlaus 

    og hvernig stendur á því að bæði hér og á frussunni er linkað á Litla prinsinn sem hefur ekki tjáð sig síðan í Mars 2005?

  3. Anonymous Nafnlaus 

    Litla prinsinum hefur verið eytt...

Leave a Reply

      Convert to boldConvert to italicConvert to link

 


Um Steinríkinn

Vensl

Tengsl

xxx

Töluvert eldra