Þegar laufin sofa........
Published fimmtudagur, janúar 12, 2006 by Lavi | E-mail this post
Hef tekið eftir því undanfarna daga að það er mjög vinsælt að setja saman lista yfir þetta og hitt. Bestu bækurnar, bestu plöturnar, bestu bíómyndirnar, bestu atburðir o.s.fr. Ég er að velta því fyrir mér að setja saman einhverskonar lista og hvet lesendur mína til þess að koma með hugmyndir af listum sem gaman væri að fá Steinríkinn til að hafa skoðun á.
Sat við eldhúsborðið í kvöld og heyrði óminn af sjónvarpinu. Það var sem sagt verið að tala við Gabríelu nokkra sem sjálfskipaðir menningarvitar og snobbhanar hafa sett á stóran stall. Hún gekk í gegnum verk sitt með Þorsteini J og lýsti því sem fyrir bar og hvað lá á baki þegar listsköpunin varð að veruleika. Eftir ótrúlegan fjölda af "Meðan laufin sofa....." gat ´´eg ekki orða bundist. " Þetta er nú ljóta djöfuls kjaftæðið". Ég veit ekki hvaða verk þetta var og miðað við vídeóverkið sem hún sýndi á listahátíðinni sl. sumar í samvinnu við manninn sem nuddaði tippinu á sér við drifskaft, þá held ég bara að ég vilji ekki vita það. En sem sagt mér finnst Gabríella vera týpiskt dæmi um íslenska lágmenningu. Listamaður sem er hæpaður upp af fjölmiðlum og nýríkum íslendingum er ekki túkallsins virði.
Og þá fæ ég hugmynd lista.
5 ofmetnustu listamenn íslendinga
1. Gabríella Friðriksdóttir (Það er ekki list að maka sig með blóði úr dauðri kind).
2. Stefán Máni (maður verður ekki rithöfundur þó að það standi í símaskránni).
3. Garðar Thor Cortes (Álíka kreistinn rödd og vel notuð tannkremstúpa. Platan hans var valin plata ársins á Bylgjunni, common)
4. Daníel Ágúst
5.
Listinn verður kláraður fyrr en seinna.
Undur og stórmerki gerast enn. Ég var að borða kotasælu og fannst hún bara þokkaleg undir tönn.
Annað var það ekki.........
Heyr, heyr ...
Má Daníel Ágúst, maðurinn hennar Gabríelu, ekki vera á listanum ... ? Ég hef einhvernvegin aldrei náð að sjá Gabríelu í réttu ljósi eftir spjall um dömubindi, á kaffistofu MHÍ hérna um árið ... þar sem hún tilkynnti að hún notaði náttúrusvamp og skolaði bara úr honum á milli. Alltaf fundist það spes ... en ég er heldur ekki svona Álfabikarskona.
Ókei, er búin að fatta hvar maður sér hvort það séu komin komment. Svoldið óskýrt samt.
Sko, nú stendur t.d. að það séu komin 2 komment á þetta póst en ég fæ ekki upp nema eitt.
Allavega.
Var að skoða prófílinn þinn og fattaði að ég hef ekki skoðað "Lavinn lætur ekki að sér hæða". Eins vildi ég koma því að, að myndirnar af Hringson fjölskyldunni eru æði í lit ...