Komið þið sæl.....
Published mánudagur, janúar 23, 2006 by Lavi | E-mail this post
Ég hef alla tíð verið frekar hræddur við tannlækna. Innst í huga mér hljómar alltaf "Nú auðvitað er þetta sárt, þetta er antík" þegar kemur að því að fara til tannlæknis. Það hefur því oft verið svo að förinni er frestað sem aftur leiðir til þess að ég hef komið mér upp mikilli þekkingu verkja í munnholi. Ég ákvað hins vegar að taka mér taki þegar ég frétti af því að fyrrum skólafélagi minn tæki til í tanngörðum samferðamanna sinna. Og nú er ég búinn að setja upp plan til úrbóta og mun hitta tannlækninn jöfnum höndum á næstu mánuðum. Fór í fyrsta skiptið í dag og fékk yfirferð í hreinsun tannsteins meðan hann tók stöðu mála í holum. Það skemmtilega við þetta allt saman er að verðið fyrir þessa þjónustu er mun viðráðanlegra en hjá þeim sem áður hefur komið við í munni mínum.
Annað var það ekki......
úff maður, ég hef skrópað hjá tannlækninum í allt of langan tíma ... alveg síðan ég borgaði fyrir nýja krónu og fékk að vita að hægt og rólega vildi hún fara að skipta út öllum silfrum.
Keypti mér rafmagnstannbursta og bursta nú af offorsi.
Ógeðslega flottur banner. Kúl að hafa letrið.