1. dagur til stefnu.....
Published fimmtudagur, janúar 19, 2006 by Lavi | E-mail this post
Og nú liggur maður heima í bæli.
Hefði jöfnum höndum ekki setið við vördinn og bloggað nema kannski út af hissun minni í garð fjölskyldu og vina sem sýna ekki svo mikið sem flís af áhuga fyrir skemmtunum sem boðið er uppá. Þar á ég að sjálfsögðu við hina ansi skemmtilegu Ljósmyndasamkeppni sem ég átti allt eins von á að yrði skemmtileg tilbreyting í grámyglu hversdagsleikans. Verandi í fjölskyldu sem í gegnum tíðina hefur státað sig af því að hafa óvenju gott auga fyrir ljósmyndun þá verð ég að segja að viðtökur og þáttaka hefur ollið vonbrigðum. Nú þegar aðeins einn dagur er eftir af fyrsta skilafrest hefur aðeins ein mynd borist í keppnina og það er mín mynd. Það eru engin aldurstakmörk og skemmtilegt að leyfa yngri kynslóðinni að taka þátt.
(Bætt inn seinna)Var ekki fyrr búin að setja umkvartanir mínar hér inn en fyrstu myndir bárust mér. Alltaf gott að ath. í pósthólfið áður en farið er að rífa kjaft. En betur má ef duga skal svo upp upp mín þjóð og drífa sig í að senda inn myndir.
0 Responses to “1. dagur til stefnu.....”
Leave a Reply