1 comments
Published sunnudagur, júní 25, 2006 by Lavi.
Í gær var haldið í fyrsta sinni svokallað Dimmu Woodstock í fyrsta sinni. Þar komu fram hljómsveitirnar James Dean and the troblemakers, Jim Beam and the troblemakers, Smárakvintettinn og aðalnúmer hátíðarinnar stórsveitin Ólafía. Hófust herlegheitin í kringum tvö og stóðu til tuttugu og þrjú. Þóttu böndin standa sig óhemju vel og var mál flestra að mikil sé framför og þéttleiki allur til fyrirmyndar. Það skyggði þó á að nágrannnar báðu fyrir þögn í fimmtán mínútur rétt á meðan brúðargrey játaðist sínum ektamaka í útibrúðkaupi sem fram fór á næsta bæ. Ekki vorum við glaðir en létum til leiðast þó sármóðgaðir yfir því að hafa ekki verið beðnir um að taka þátt í athöfninni.
Og nú skundar maður á Landsmót hestamanna í viku eða svo og þangað til veður ekki bloggað.
Annað var það ekki.......
1 comments
Published miðvikudagur, júní 21, 2006 by Lavi.
Þegar sólin skín er við hæfi að létta mönnum lundina með nokkrum linkum fyrir okkur sem þurfum að sitja við vördinn og svo náttúrulega vegna þess að linkar dagsins hafa ekki litið dagsins ljós í langan tíma.
Nú rakar maður....Hér má finna margt fyrir ástfangið fólkLive from the North Pole! Það er engin synd þó að búkurinn....Annað var það ekki........
0 comments
Published mánudagur, júní 19, 2006 by Lavi.
Ég hef áður skrifað hér um nýja plötu Red hot chillie peppers. Nú er mikið rætt
lagastuld og er ég ekki frá því að menn hafi nokkuð til síns máls. Lögin eru samt góð.
Annað var það ekki......
0 comments
Published föstudagur, júní 16, 2006 by Lavi.
Það hefur varla fari framhjá nokkrum manni að framundan í sumar er Reykjavíkurmarathon. Aðal styrktaraðili hlaupsins er hinn frómi banki Glitnir. Glitnis menn og konur hafa verið duglegir við auglýsingarnar og hefur varla borið blað fyrir augu mín að ekki hafi verið flennistór auglýsing frá bankanum af hlaupandi fólki sem hleypur yfir síðuna. Og núna eru allir strætóar í Reykjavík með sömu auglýsingunni, "hlaupandi fólk" og sama fólkið stendur mannhæðarhátt við flest strætóskýli og teygir.
Ekki að þetta væri í frásögu færandi nema af því að einn af hópnum sem hleypur sem sagt jöfnum höndum yfir blaðið mitt er einn af samstarfsmönnum mínum. Ég hef haft töluvert gaman af því að fylgjast með hinum mismunandi myndum af honum hingað og þangað um bæinn og hef hugsað "það gæti nú verið gaman að sjá upplásnar myndir af sjálfum sér hingað og þangað um bæinn".
Í gær fannst mér sérstaklega gaman að sjá að búið var að plastera honum utan á strætisvagnaskýlið á leiðinni út í Kópavog. Þar stóð minn maður og teigði kálfvöðva í gríð og með andlitið út í umferðina og hendur á gleri skýlisins. "Flottur" hugsaði ég með mér þegar ég renndi framhjá.
En Adam var ekki lengi í paradís.
Á leiðinni í vinnuna í morgun sá ég að einhverjir óprúttnir höfðu sneytt höfuð frá bol og stóð vinnufélaginn hauslaus við teygjurnar. Var það ófögur sjón og sorgleg. Á þessari stundu var ég fegin að það var ekki ég sem var beðin um að hlaupa utan á strætó.
Annar hlaupari hljóp í gær á hlaupbretti á Spáni og eftir á skrifaði hann undir fjögurra ára samning við stórliðið Barcelona. Mér finnst hins vegar að einhver ætti að benda honum á að netahlýrabolir eru ekki í tísku.
Annað var það ekki...........
1 comments
Published sunnudagur, júní 11, 2006 by Lavi.
Var ég ekki örugglega búin að láta vita af því að ég hata svía?
Annað var það ekki.............
Vildi bara koma því að að ég hata svía.
Annars hefur runnið upp gullin tími fyrir okkur remburnar sem höfum áhuga fyrir knattspyrnu. Mánuður af fótbolta. Og inn á milli leikja í dag landsleikur í handbolta við svía. Já nú er gaman.
Annað var það ekki nema ef vera skildi að ég hata svía.
1 comments
Published miðvikudagur, júní 07, 2006 by Lavi.
Varð þess gæfu njótandi að horfa á 50 ára afmælistónleika Bubba í sjónvarpinu áðan. Tek hatt minn ofan og fullyrði að það sé enginn íslendingur sem kemst með tærnar þar sem hannhefur hælana þegar kemur að tónlistarvinsældum á Íslandi. Meira að segja Dorit og maðurinn hennar sungu með.
0 comments
Published fimmtudagur, júní 01, 2006 by Lavi.
Má ég kynna nýjasta meðlim Svarthamragengisins.
Tasha Hammers
Stundum finnst mér bloggið mitt vera kvöð. Þegar ég hef verið latur við að uppfæra fæ ég samviskubit yfir því að lesandinn minn verði fyrir vonbrigðum yfir því að ég skuli ekki uppfæra. Einu sinni hafði ég þó nokkra sem lásu mig. Ég fékk "comment" á póstana mína en svo fylltist ég leti. Hætti að uppfæra eins ört og þá hætti fólk að "commenta" og ég sem hafði fylgst með teljaranum á síðunni minni stökkva upp um tugi á hverju degi fór að taka eftir því að það hægðist á. Undanfarinn mánuð hefur heimsóknum á síðuna mína fækkað um 46%. Innst inni hef ég grun um að fækkunin hafi jafnvel verið meiri þar sem ég eyddi sjálfur töluverðu púðri í að koma teljaranum yfir 1000 markið. En núna virðist ég sem sagt vera sá eini sem les bloggið mitt og verður að segjast allveg eins og er að ég er uppáhalds lesandinn minn.
Á sunnudag fórum við Spúsa hins vegar aftur á bak. Það var gaman og nú var riðið meðfram vatninu og inn að Móakoti. Þaðan láleiðin yfir heiðina og að vanda beint á barinn þar semvar áð um stund áður en haldið var í Dimmu á ný. Á leiðinni þangað mættum við Geira nokkrum Goldfingri og Óðalsbóndanum sem rúntuðu um á Hummerlimmu. Bæunir að vera á rallandi á þriðja sólarhring. Merkilegt hvað sumt gengur í ættir mann fram af manni.
Á morgun bætist við fjölskylduna. Bæting þessi ber nafnið Tashja og er enn einn hundurinn í Svarthamraræktunina. Belgískur Griffon. Aðrir meðlimir fjölskyldunnar hefa vart haldið vatni yfir spenningi undanfarna daga og er biðinni loks lokið. Hún er ættuð frá Ameríku og þykir hin vænlegasta. Tashja er einungis annar af tveimur hundum af þessari tegund hér á landi. Maki Töshju heitir Jake og er á leiðinni til landsins innan tveggja mánaða. Stefnt að því að sæða sem allra fyrst enda kostar innflutningur sem þessi skrilljónir.
Annað var það ekki í bili......