Dimma Woodstock 2006
Published sunnudagur, júní 25, 2006 by Lavi | E-mail this post
Í gær var haldið í fyrsta sinni svokallað Dimmu Woodstock í fyrsta sinni. Þar komu fram hljómsveitirnar James Dean and the troblemakers, Jim Beam and the troblemakers, Smárakvintettinn og aðalnúmer hátíðarinnar stórsveitin Ólafía. Hófust herlegheitin í kringum tvö og stóðu til tuttugu og þrjú. Þóttu böndin standa sig óhemju vel og var mál flestra að mikil sé framför og þéttleiki allur til fyrirmyndar. Það skyggði þó á að nágrannnar báðu fyrir þögn í fimmtán mínútur rétt á meðan brúðargrey játaðist sínum ektamaka í útibrúðkaupi sem fram fór á næsta bæ. Ekki vorum við glaðir en létum til leiðast þó sármóðgaðir yfir því að hafa ekki verið beðnir um að taka þátt í athöfninni.
Og nú skundar maður á Landsmót hestamanna í viku eða svo og þangað til veður ekki bloggað.
Annað var það ekki.......
Varla hefurðu hangið rúllandi í spikinu, sbr hér að ofan, að ekki hafi einhver skotið mynd af þessu 9 stunda ævintýri þínu þarna í tónlistar ¨dimmunni¨?
Með mínum ferköntuðu grafísku augum tel ég að sjón sé sögu ríkari¨!!! Hvarflar ekki að mér að beiðast tóndæmis.
En er það til? Svona ¨challenge¨í pakkanum.