Af hlaupurum.....
Published föstudagur, júní 16, 2006 by Lavi | E-mail this post
Það hefur varla fari framhjá nokkrum manni að framundan í sumar er Reykjavíkurmarathon. Aðal styrktaraðili hlaupsins er hinn frómi banki Glitnir. Glitnis menn og konur hafa verið duglegir við auglýsingarnar og hefur varla borið blað fyrir augu mín að ekki hafi verið flennistór auglýsing frá bankanum af hlaupandi fólki sem hleypur yfir síðuna. Og núna eru allir strætóar í Reykjavík með sömu auglýsingunni, "hlaupandi fólk" og sama fólkið stendur mannhæðarhátt við flest strætóskýli og teygir.
Ekki að þetta væri í frásögu færandi nema af því að einn af hópnum sem hleypur sem sagt jöfnum höndum yfir blaðið mitt er einn af samstarfsmönnum mínum. Ég hef haft töluvert gaman af því að fylgjast með hinum mismunandi myndum af honum hingað og þangað um bæinn og hef hugsað "það gæti nú verið gaman að sjá upplásnar myndir af sjálfum sér hingað og þangað um bæinn".
Í gær fannst mér sérstaklega gaman að sjá að búið var að plastera honum utan á strætisvagnaskýlið á leiðinni út í Kópavog. Þar stóð minn maður og teigði kálfvöðva í gríð og með andlitið út í umferðina og hendur á gleri skýlisins. "Flottur" hugsaði ég með mér þegar ég renndi framhjá.
En Adam var ekki lengi í paradís.
Á leiðinni í vinnuna í morgun sá ég að einhverjir óprúttnir höfðu sneytt höfuð frá bol og stóð vinnufélaginn hauslaus við teygjurnar. Var það ófögur sjón og sorgleg. Á þessari stundu var ég fegin að það var ekki ég sem var beðin um að hlaupa utan á strætó.
Annar hlaupari hljóp í gær á hlaupbretti á Spáni og eftir á skrifaði hann undir fjögurra ára samning við stórliðið Barcelona. Mér finnst hins vegar að einhver ætti að benda honum á að netahlýrabolir eru ekki í tísku.
Annað var það ekki...........
0 Responses to “Af hlaupurum.....”
Leave a Reply