Hugleiðingar miðaldra manns með vaxandi áhyggjur af líkamsþyngd sinni.



Af líkamlegri ólukku og öðru.


E-mail this post



Remember me (?)



All personal information that you provide here will be governed by the Privacy Policy of Blogger.com. More...




Stundum er það svo að einstaka hlutir og atburðir verða á vegi manns nokkrum sinnum á lífsleiðinni. Það átti einmitt við í morgun. Þegar ég vaknaði kom nefnilega í ljós enn á ný að ég var búinn að pissa yfir tærnar á mér. Nú mætti halda að ég væri að tala um óstjórn í þvaglátum en það er nú aldeilis ekki svo. Enn á ný er þvagsýrugigtin að trufla á mér stóru tánna.

Og í morgun hafði hún læðst að mér eins og þjófur að nóttu sem með offorsi hefur þröngvað sér inn til manns. Það er nefnilega svo að þvagsýrugigt verður til vegna þess að það myndast kristallar í liðum og gerist það oftast í liðum sem hanga saman við stóru tærnar á manni, í mínu tilfelli þeirri vinstri. Að þessu sinni var greinilegt að góður slatti hafði myndast ekki ósvipað og í ferðatöskum íslenskra ferðamanna sem heimsækja Tékkland reglulega til að fylla á borðstofuskápana.

"Áiiii" sagði ég og tók síðan til við að reyna brjóta upp kristalssöfnunina. Ég hef nefnilega farið til læknis vegna þessa áður og var þá bent á að helsti möguleiki á því að losna við þetta sé að nudda liðinn og hreyfa tærnar til þess að brjóta upp kristalinn. Ef það dugar ekki er ekki annað í stöðunni en að sprauta í liðinn. Ég hef reynt það og verð að segja að það var verri upplifun en margan grunar. Og þess vegna nudda ég og nudda.

Ætla samt að skella mér í leikhús í kveld með Spúsu að sjá Cabarett með Felixi Bergs o.fl. Geri ráð fyrir að þetta verði hin mesta skemmtun þar sem Felix og sýningin hafa fengið fína dóma eins og sjá má á þessum dómi Fréttablaðsins t.d
“Þá er ótalin óumdeilanlega stjarna kvöldsins, Felix Bergsson. Hlutverk Sally Bowles hefur hreinlega beðið eftir honum. Hann var jafn sprúðlandi og öruggur í söngnúmerunum sínum eins og hann gat verið lítill og umkomulaus þegar allt fór á versta veg hjá aumingja Sally sem kann illa fótum sínum forráð og flýr á náðir Ginflöskunnar. Glæsileg frammistaða!”.

Annað var það ekki.....


2 Responses to “Af líkamlegri ólukku og öðru.”

  1. Blogger Skotta 

    fann link handa þér
    http://ma--fart.blogspot.com/

    og í gvuðanna bænum bloggaðu þennan ljóta fót burt af síðunni þinni!

  2. Blogger Skotta 

    Get this ugly foot off that page, I say!

Leave a Reply

      Convert to boldConvert to italicConvert to link

 


Um Steinríkinn

Vensl

Tengsl

xxx

Töluvert eldra