Steinríkurinn, nýjar fréttir daglega........
Published þriðjudagur, nóvember 15, 2005 by Lavi | E-mail this post
Það er ekkert eins vont eins og þegar teygja smellur til baka í mann. Það hef ég nú fundið fyrir sárlega þar sem ég ýtti við einum af mínum dyggustu lesendum með umkvörtun á hve sjaldan hún les orðið bloggið mitt. Hún hefur nú smellt í mig tvisvar sinnum og kvartað yfir því að hér sé ekki uppfært nægjanlega oft. þar sem ég er óskaplega hörundssár maður og yfirhöfuð hræddur við teygjur, uppfæri ég hér og nú.
eins og áhugafólk um líkamlegt ástand mitt veit þá tókst mér ekki að ná takmarki mínu fyrir réttan tíma. lagðist í töluvert þunglindi út af því og mætti ekki á æfingu í 3 daga og át eins og svín yfir helgina. Vaknaði upp með magaverk og doða á mánudagsmorgunn, hysjaði upp um mig buxurnar og tók til við aðhaldið "again". Fullviss um að takmarið næst en bara örlítið seinna. Hins vegar gladdi það mig að komast að því að ég hef komist að því að ég nota ekki stærstu buxurnar í vinnunni minni lengur. Ég var nefnilega að máta vinnuföt og komst að því að yfirmaður minn er nú fitubollan í deildinni. Nota númeri minna af buxum en hann. Í fölskvalausri gleði minni sá ég samt að honum var brugðið.
Annað var það ekki.......
til hamingju með að vera kominn aftur af stað, bæði með blogg og hreyfingu. ég hef ekki mætt í gymmið í viku og tek þig mér hérmeð til fyrirmyndar.
Af hvaða plötu?
,,mikið ertu mjór í dag..."