Íslenskt mál
Published miðvikudagur, nóvember 16, 2005 by Lavi | E-mail this post
Mágur minn þykir sterkur á svelli þegar kemur að því að taka upp hljóðefni í svokölluðu "surround". Þar sem hann vinnur hjá hinu opinbera við upptökur þykir ekki við að hæfi að tala um "surround" og málfarsráðunautur útvarpsins hefur gefið fyrirbrigðinu nafnið, hringómur.
Það hljómaði skemmtilega og rökrétt í mín eyru til að byrja með en hefur nú orðið tilefni nokkurra vangaveltna af minni hálfu. Finnst mér orðið hringómur sláandi líkt orðinu hringormur, sem er þó eitthvað sem tengist ekki hljóðupptökum nema ef vera skildi í viðtalsþætti um fristihúsamenningu íslendinga.
Einnig er mikill möguleiki á því að rugla saman nýyrðinu hringómur við íslenska þýðingu Lofts nokkurs á fyrirbrigðinu rappari sem skaut upp í byrjun níunda áratugarins og hefur því miður áunnið sér sess í íslensku máli. Kallaði Loftur svokallaða rappara hrin-góma sem stjórnandi þáttarins er mun hrifnari af.
Annað var það ekki.
P.s. 6. dagurinn í röð.............
Af gefnu tilefni vil ég taka fram að undirrituð fann upp snilldaryrðið hringóma, sem hefir fengið blessun málfarsráðunautar ríkisútvarps (geri ég ráð fyrir enda fv. kennari minn) og annarra þar í húsi. Orðið enda liggur vel að öðrum efnisskyldum, s.s. víðóma (steríó), og segir allt sem segja þarf. Þykir undirritaðri ekki leiðinlegt að hafa uppfundið sama orð og átrúnaðargoðið L. Kristjánsson Smári heitinn, en gerir, í ljósi eigin málfarsvitundar og goðsins, ráð fyrir að rapparar séu hryngóma. Sama vitund kallar á eftirfarandi athugasemd: Hvurnin stendur á þessari ypsílonaleti á degi íslenskrar tungu?
ibbsílon smibsílon. Veit ekki betur en Mogga-Stirmir noti sedu og Kiljan hafði ákveðnar skoðanir á því hvernig skrifa ætti á íslensku. Enn kemur það berlega í ljós að miskildir menn eiga oft við það vandkvæði að etja að vera snillingar.