Þetta átti að póstast í gær.
Published mánudagur, nóvember 07, 2005 by Lavi | E-mail this post
Nú hef ég fjóra daga til þess að ná takmarkinu mínu. Rétt rúmum tveimur kílóum frá því að vera kominn í tveggja stafa tölu. Samt sem áður er ég ótrúlega sáttur við gengið þó að gengið hafi hægt undanfarnar 3 vikur. En hvað um það í 102 úr 117 á tveimur og hálfum mánuði er kannski vel ásættanlegt. Ég á hins vegar lítð af fötum.
Sjálfstæðismenn völdu sér fyrirliða í næstu borgarstjórnarkosningar um helgina. 12000 einstaklingar með réttar skoðanir skunduðu á kjörstað og ákváðu að Villi Vill væri besti kosturinn í stöðunni við að ná Reykjavíkurborg til baka. Reyndar voru Vinstri Grænir nánast búnir að færa þeim borgina með ákvörðun um að rifta R-listasamstarfinu og verður að segjast eins og er að ég var búinn að afskrifa Reykjavíkurborg í hendur sjálfstæðismanna þegar það gerðist. Vinstri menn bjóða ekki fram sameiginlega og sjálfstæðisflokkur með vinsælasta sjónvarpsmann landsins í fararbroddi. Ekki séns á að það gæti klikkað. Niðurstaða prófkjörs hinna rétthugsuðu gefur mér hins vegar von á að kosningar í vor gætu orðið spennandi. Ég er reyndar orðinn hundleiður á mussunum í R-listanum þrátt fyrir að hafa verið diggur stuðningsmaður þeirra frá byrjun. En samt sem áður..... Sjálfstæðisflokkur versus eitthvað annað nú þá kýs ég eitthvað annað, punktur.
Þar sem að´dáendur hafa verið svelltir töluvert undanfarna daga þá býð ég hér upp á linka:
Kristján Ólafsson kallaði
þetta færanlegt hundahald fyrir 20 árum síðan.
Wikipedia er áhugaverður vefur.
Þetta er til dæmis hægt að finna þar.
Eitthvað sem hver kona ætti að eiga á sínu heimili?
Jólagjöfin í ár?
MBL er með
smáauglýsingavef. Þar er kúnstugt að setja inn leitarorðið "Ási Geir".
Hér er hægt að senda tilvonandi barnabörnum email.
.... og að loggum má alltaf spjalla við
Guð
Bara að muna það sem Bára sagði í denn: kíló á viku eru 52 kíló á ári. Það er svolítið ... extreme.
En hún hannaði samt prógramm fyrir konur sem sættu sig ekki við minna en kíló á viku. Kallaði það "fyrir íslenskar aðstæður..."
Þú hefur tekið 15 kíló á 10 vikum. Eftir ár verður þú þá ... ?
Alltaf gott að tala við Guð en Ási Geir var ekki til viðtals.
Ási Geir greinilega búinn að selja allt nýja dótið sitt. Allt gott og blessað með árið en ég hef bara þangað til á morgunn....