Hugleiðingar miðaldra manns með vaxandi áhyggjur af líkamsþyngd sinni.



Fanatík


E-mail this post



Remember me (?)



All personal information that you provide here will be governed by the Privacy Policy of Blogger.com. More...



Ég þoli ekki fanatík. Sérstaklega ekki fanatík sem beinist að sjálfum mér. Ég lenti nefnilega í því að verða fyrir kvörtun frá ungri stúlku sem heldur að hún sé Þorgrímur Þráins. Þannig er nefnilega mál á vesti að við sem reykjum enn höfum fengið að svæla í okkur í brunastiganum. Stúlka þessi hefur skrifstofu á hæðinni fyrir ofan okkur og "er bara allveg að gefast upp á stibbunni". Reyndar á hurðin upp til hennar að vera lokuð öllum stundum en oft á tíðum gleymir hún að loka á eftir sér. Ekki spurning að hún á að sjálfsögðu rétt á að vera laus við fnykinn af reyknum en maður byrjar ekki á því að vaða í yfirmenn og kvarta yfir samstarfsmönnum sínum. Og halda síðan að við verðum glaðir með það. "Ég ætla bara vona að strákarnir láti mig ekki gjalda fyrir að ég hafi kvartað yfir þeim" heyrði ég hana síðan segja í hádeginu í dag. Ég gat náttúrulega ekki setið á mér og benti henni á að þrátt fyrir að hún hafi hingað til getað gengið inn til okkar og fengið aðstoð að þá væru reglurnar þær að notendur eigi að senda inn verkbeiðni sem síðan eru afgreiddar eftir mikilvægi þeirra. "Og hingað til hefur ekki verið mikið varið í vandamálin þín" sagði ég síðan með þjósti og strunsaði burt.


0 Responses to “Fanatík”

Leave a Reply

      Convert to boldConvert to italicConvert to link

 


Um Steinríkinn

Vensl

Tengsl

xxx

Töluvert eldra