Mánudagsfréttirnar.
Published mánudagur, nóvember 14, 2005 by Lavi | E-mail this post
Vísir, 14. Nóvember 2005 07:48Breskar konur ofbeldishneigðar
Sífellt fleiri konur berja eiginmenn sína, samkvæmt breska blaðinu Independent on Sunday. Samkvæmt blaðinu segja sálfræðingar ofdrykkju og fíkniefnaneyslu kvenna hafa aukist hratt og leysi úr læðingi ofbeldishneigð hjá sumum. Fá ýmis réttindasamtök allt að 25 símtöl á dag þess efnis að karlmenn séu lamdir heima hjá sér og fari fjölgandi. Sérfræðingar segja almenning sýna karlmönnum þó litla samúð og að yfirleitt sé hlegið að þeim og hæðst.
Þakka fyrir að konan mín stundar ekki ofdrykkju eða fíkniefnaneyslu þar sem hún hefur ekki einungis bresk gen í sér heldur er hún óhemju sterk.Baggalútur • Fréttir • ETR • 13/11/05Bað Steinunnar Ólínu í beinni útsendingu
Steinunn hefur lært ýmislegt af kollegum sínum í Ameríku.„Mér finnst þetta bara í hæsta máta ómekklegt. Er þessu fræga fólki ekkert heilagt? Hvar endar eiginlega athyglissýkin?“ sagði bálillur lesandi Baggalúts sem hringdi inn á ritstjórn, en hann er einn fjölmargra landsmanna sem eru bæði sárreiðir og hneykslaðir á vafasömu uppátæki þeirrar Steinunnar Ólínu og Stefáns Karls í þætti Sirríar á SkjáEinum, sem nú gengur eins og eldur í sinu um þjóðfélagið.
Ekki náðist í skötuhjúin vegna málsins en að sögn dagskrárstjóra SkjásEins verður atvikið ekki endurtekið í þættinum, í bili að minnsta kosti, þó Steinunn sjálf hafi sótt fast að láta Stefán baða sig aftur í beinni strax í næsta þætti.
Fyrir þá sem ekki sáu Edduna í gærkveldi þá bað brúdugerðarmeistari Latabæjar Stefán Karl að giftast sér þegar hann veitti Eddunni viðtöku.Ég uppgötvaði hins vegar nýjan raunveruleikaþátt í sjónvarpi sem mér fannst allveg frábær, INXS Rockstar. Ætlaði að finna link inn á þennan þátt til þess að pósta hér en komst þá að því mér til mikillar armæðu að þátturinn hefur lokið göngu sinni í Ameríku. Búið að krýna sigurvegarann og INXS komið með nýjan söngvara.
Ég hata íslenskt sjónvarp.
vildi bara benda á að þetta blogg er lesið daglega.
takk fyrir.
Atvinnuleysinginn.
vil líka benda á að það er ekkert nýtt að lesa hér daglega.
takk fyrir.
Atvinnuleysinginn