Sonur minn skiptir fólki upp í tvær manngerðir, "those who dip and those who double dip". Þeir sem dippa einu sinni eru ok en þeir sem dobbeldippa eru réttdræpir. Ástæðan að hann er með bakteríufóbíu. Ekkert sem fer upp í munn á öðrum fer upp í munninn á honum. Hann býr reyndar í herbergi sem er í sárlegri þörf á þrifum. Ryk og óhreinn þvottur hreiðrar um sig á meðal matarafganga. En það er í lagi svo lengi sem maður double dippar ekki né lætur hann þrífa klósett.
Annars er ég núna á síðasta degi í fitusöfnun. Á morgunn byrjar sá feiti í ræktinni. Félögum mínum í Demi blöskraði orðið útlitið á bassaleikaranum og ákváðu að sparka í rassgatið á mér. Það gerðu þeir með því að afhenda mér mánaðarkort í Laugum ásamt mánuði hjá einkaþjálfara. ....og þetta kallar maður vini sína.
Núna þarf ég hins vegar að setja upp eldhúsljós fyrir konuna mína og tölvu fyrir Sveimhuga.
En þangað til.....
"Ég heiti Lavi Hammers og ég er dobbeldippari"
Hvort tveggja hevímetal maður og dobbeldippari...
Gott að þú skulir þjónusta konuna þína svona vel. Nokkuð að spá í að fá þér eldhúsljós sjálfur?
hahahahahahahaha