"Níu fingra vörd án vandamála"
Published fimmtudagur, júní 09, 2005 by Lavi | E-mail this post
Þar sem að ég hef nú loksins fengið sönnur fyrir því að ég sé lesinn reglulega mun ég hér með heiðra minn reglulega lesanda með eins og einu bloggi.
Reyndar hef ég ekki verið til stórræðanna út frá fingrasetningarsjónarmiði en þar sem ég vinn nú að mestu við lyklaborð þá hef ég tileinkað mér nýja tækni svokallaða "Fuck you malletputtatækni", og býst ég við að hún muni færa mér frægð og frama.
Þegar maður dettur niður á uppfynningar sem þessar þá er um að gera að að nýta sér þær til framdráttar. Ég get t.d. séð fyrir mér sjálfshjálparbækur, kasettur og dvd diska sem fylgt yrði eftir með skemmtilegri fyrirlestrarröð.
"Mallað með mallet"
"Níu fingra vörd án vandamála"
"....og þá voru þeir níu"
"On a mission with Mallet"
Ég er viss um að margur Malletfingur sjúklingurinn myndi borga stórfé fyrir að mæta á slíkan fyrirlestur.
En meira um það seinna.......
Veistu, ég hélt að þetta væri djók. Ég get nebblega beygt puttann á mér svona svo ég hélt þú hefðir bara fundið mynd af því og búið til fynndna sögu. Nú er ég í sjokki yfir teygjulaksslysinu. Greyið þitt, þetta hlýtur að hafa verið ógeðslega vont!
Það væri náttúrulega ofboðslega kúl að segjast vera sárkvalinn en sannleikurinn er sá að þetta var nánast sársaukalaust. En það slitnaði samt með háum smelli og það ætti að bæta upp fyrir sársaukan.
úff