Hugleiðingar miðaldra manns með vaxandi áhyggjur af líkamsþyngd sinni.



Fréttir


E-mail this post



Remember me (?)



All personal information that you provide here will be governed by the Privacy Policy of Blogger.com. More...



Það er kominn júlí í vinnunni hjá mér. Það þýðir að bæjarstarfsmenn Kópavogs flykkjast í sumarfrí hver á fætur öðrum og við sem vinnum við að þjónusta þá sitjum og borum í nefið. Eða svona næstum því. 2 dagar þangað til að ég kemst í frí. Og þá fer ég til Spánar. Rúmlega 30 stiga hiti og glampandi sól hljómar ekki illa. Reyndar hefur fólk verið að bísnast yfir því að við skulum út á þessum tíma ársins. "Heitasti mánuðurinn, eruð þið brjáluð". Ég vinn hins vegar á skrifstofu sem er gædd þeim eiginleika að þar hreyfir ekki vind. Hún er uppfull af tölvum og skjáum sem eru í gangi allann sólarhringinn og gefa frá sér mikinn hita. Meðalhiti er í kringum 30+ og undir rós gegnur hún undir nafninu Club Tropicana. Ég er því vanur hitanum og kvíði engu.

Fór á Duran tónleikana sem haldnir voru í Egilshöllinni. Ætlaði ekki að fara en bauðst miði á góðum prís og sló til.

Var boðið í upphitunarpartý á undan þar sem leikin voru 80's lög af vínilplötum með rispum og öllu. Er ekki frá því að blaðamenn Séð og heyrt hefðu nú öfundað mig þar sem að í veislunni var valinnkunnur skrýllinn. Helstu poppstjörnur þjóðarinnar, alþingismenn, leikarar, sjónvarpsstjörnur og íþróttamenn á heimsmælikvarða og ég. Gestgjafarnir útdeildu kveikjurum svo að enginn myndi klikka á "Save a prayer" fílingnum. og síðan var rennt í Egilshöllina.

Þegar þangað var komið sá ég að ég þekkti ég c.a. 1000, kannaðist við 3000 og hinir 6000 voru ansi kunnulegir. Nokkrir algjörlega búnir að gleyma sér í nostalgígjunni. Mættu í stuttum jakka með uppbrettar ermar, blásið hár og með gloss.

Tónleikarnir voru síðan ansi vel heppnaðir. Fínt sánd, bandið mjög vel spilandi og frábær stemming. En..... eins og allir alvöru áhugamenn um tónlistartímabil kennt við Nýróman þá fannst mér eingöngu fyrstu tvær plötur bandsins vera góðar og nú 20 árum seinna þá man ég út af hverju. Það eru bara leiðinleg lög á seinni plötunum.

Sem sagt, fínt sánd, bandið mjög vel spilandi frábær stemming en leiðinleg lög. Og nú bíðum við bara eftir því að Nick Cersaw Taki upp þráðinn að nýju. Ef að það gerist þá geri ég ráð fyrir að Skottan komi heim.

Reyndar er þetta í annað skiptið nú í sumar að ég bregð undir mig tónleikafætinum í Egilshöll.
Fór með syni mýnum á frábæra tónleika Iron Maiden. Skemmtum okkur í einu orði frábærlega.

Uppnuminn af þeim tónleikum stofnuðum við síðan "Þungmálmsbandið Sveinbjörgu" í tilefni af afmæli mágkonu minnar og svila og gáfum út plötu og boli



1 Responses to “Fréttir”

  1. Blogger Skotta 

    vá hvað þetta er flott plakat!
    og ég væri alveg til í Spán í 30 stiga hita. maður ætlar hvort eð er ekkert að gera í fríinu.

Leave a Reply

      Convert to boldConvert to italicConvert to link

 


Um Steinríkinn

Vensl

Tengsl

xxx

Töluvert eldra