Hugleiðingar miðaldra manns með vaxandi áhyggjur af líkamsþyngd sinni.



Öskudagur.


E-mail this post



Remember me (?)



All personal information that you provide here will be governed by the Privacy Policy of Blogger.com. More...



Upp er runnin öskudagur,
ákaflega skýr og fagur
Einn með poka ekki ragur
úti vappar heims um ból
Góðan daginn, gleðileg jól.

Úmbarassa, úmbarassa, úmbarassasa....

Hver samdi þetta eiginlega, hugsaði ég meðan ég fór yfir textann í huganum. Og þá kom ég að millikaflanum og áttaði mig á að þetta er auðvitað skátalag. Útskýrði allt.

En það er sem sagt runnin upp sá tími ársins að unga kynslóðin fer af stað og sníkir sælgæti út um allan bæ.

Fyrir okkur sem eyddum okkar öskudögum við hengja smáposa aftan í grunlausa og höfum áhyggjur af tönnum barnanna okkar, svo maður tali nú ekki um ástandið á heimilinu eftir heilan dag í sælgætisáti, þá er þessi breyting ekki til batnaðar.
Þetta er hins vegar orðin fastur liður og við verðum bara að taka því.

Hins vegar er mikil reiði núna í gangi á mínu heimili.

Ég er reiður yfir því að dóttir mín skuli vera í skóla þar sem stjórnandinn er vanhæfur, konan er reið yfir því að þurfa banna dóttur okkar að fara í snýkjurnar og dóttirin er reið vegna þess að hún á foreldara sem heimta að hún fari í skólann.

Fyrir nokkrum árum var nefnilega árlegu fríi á öskudag fórnað í kennarasamningum. Stjórnendur í skóla dóttur minnar ákváðu á þessum tíma að nú skyldi kennt á öskudag. Ekki eins og nokkrir aðrir skólastjórnendur sem ákváðu að hafa vinnudag kennara á þessum degi. Nú í dag er það hins vegar orðið nánast undantekningalaust að börn eru í fríi á þessum degi vegna vinnudags kennara, geta farið í grímubúningana og snýkjurnar eins og þeim listir.

En ekki mín.

Það hefur nefnilega verið tilkynnt formlega að þrátt fyrir misskilning sumra nemenda þá sé skólaskylda á öskudag. Og á að kenna? Nei aldeilis ekki.

Það er nefnilega til eitthvað í dag sem heitir "bláir dagar".

Bláir dagar eru dagar þar sem breyta má út af námsskrá og hafa skemmtanir fyrir nemendur á einhvern máta.

Og öskudagur er blár dagur.

Það á sem sagt að mæta í skólann, læra að búa til grímur og síðan að fara á bíó kl. 10 og eftir það mega nemendur fara heim. Vinsamlega mæta með pening fyrir bíómiða!

Reyndar fannst kennara dóttur minnar að grímugerðin of barnaleg og því mun bekkurinn hennar vera að mála sig í framan á meðan. Sami kennari hefur líka bent þeim á að nemendur geti ekki sleppt skóla nema foreldri biði um leyfi fyrir þá. Hefur sem sagt gefið þeim undir fótinn með að það væri sniðugt að skrópa með leyfi foreldrana. Hún er greinilega sammála okkur um að þetta sé vitlaust en við erum hins vegar ósammála henni um að við eigum að bera ábyrgðina á skrópi. Nei, kemur ekki til mála.

Ég get hins vegar verið reiður og það ætla ég að gera. Dóttir mín verður hins vegar send í skólann í fyrramálið, reið út í skólann og þessa ömurlegu foreldra sem hún á. Konan er hins vegar kominn í þokkalegasta skap.

Annað var það ekki.......


1 Responses to “Öskudagur.”

  1. Anonymous Nafnlaus 

    Seint kommentera sumir en geta þó ekki stillt sig: Það er argasti misskilningur að það sé frí í flestum skólum á öskudaginn, verulegur fjöldi skóla er farinn að gera þetta svona, enda skemmtileg ný hefð. Þar sem þú virðist fórna höndum og telja sjálfsagt mál að gefast upp gagnvart nýjum siðum og ósiðum verðurðu eflaust fljótur að sætta þig við þennan. Ef þér finnst þetta vera mælikvarði á hæfni skólastjórnenda þá held ég að þú sért ekki alveg að grípa eðli og tilgang skólastofnana. Mér þykir þó gott að heyra að þú skulir ekki láta skólabarnið verða vart við skoðun þína...
    Þín að eilífu krítíska systir.

Leave a Reply

      Convert to boldConvert to italicConvert to link

 


Um Steinríkinn

Vensl

Tengsl

xxx

Töluvert eldra