Hugleiðingar miðaldra manns með vaxandi áhyggjur af líkamsþyngd sinni.



Af Laugavegi......


E-mail this post



Remember me (?)



All personal information that you provide here will be governed by the Privacy Policy of Blogger.com. More...



Það er verið að rífast um gömul hús á Laugaveginum. Reykjavíkurlistinn vill rífa gömlu húsin og byggja nýjar dvergkringlur í staðinn. Ég hef nú alla tíð hallast að því að kringlur (moll) séu af hinu illa. Hef ekki nema mjög takmarkað þol þegar ég kem í slíkar byggingar. Seiðandi við heilann og stöðugar kvalir í hnjám og hrygg. Ég hef alla tíð verið hrifnari af Laugaveginum, ekkert endilega vegna húsanna heldur frekar vöntunar á þessari tilfinningu sem hellist yfir mig í Kringlum. Annars er ég ekki þessi týpa sem er mikið fyrir verslunarferðir, hvort sem er í Kringlur eða Laugaveg. Ég versla í minni heimabyggð og er snöggur aðí. Ég hef hins vegar tekið þátt í breytingu á húsnæði við Laugarveg. Það var merkileg reynsla og dýr. Það er nefnilega svo að húsin við Laugaveg eru gömul og misvel á sig komin. Og það er dýrt að gera upp gömul hús. Ég get því vel skilið að Bolli og félagar vilji fá að byggja dvergkringlur með fleiri fermetrum heldur en að gera upp gamla hjalla. Ég er hins vegar á því aukin verslun á Laugaveginum verði ekki til með fleiri dvergkringlum. Það sem er að Laugaveginum er íslenskt veðurfar. Það nennir enginn að þvælast á milli verslana í grenjandi rigningu og rokrassi. Lausnin er þak yfir Laugaveginn. Ekki lokað en þó þannig að bílaumferð sé ekki leifð nema þvert á götuna en ekki niður. Hugsið ykkur að rölta niður Laugaveginn. Enginn rigning, engin snjókoma og léttur andvari sem gælir við glaða kaupendur sem versla sem aldrei fyrr með bros á vör.


1 Responses to “Af Laugavegi......”

  1. Blogger Skotta 

    Snilldarhugmynd ...

Leave a Reply

      Convert to boldConvert to italicConvert to link

 


Um Steinríkinn

Vensl

Tengsl

xxx

Töluvert eldra