1 comments
Published föstudagur, apríl 21, 2006 by Lavi.
Gleðilegt sumar og takk fyrir veturinn. Er kominn í sumarfrí og ætla að skella mér til Spánar í vikutíma. Nú verður spilað golf og slappað af í sólinni. Veðurspáin fyrir næstu viku er sól og 22 til 25 stiga hiti. Gerist ekki betra. Vona að dyggir lesendur hugsi til mín á meðan.
1 comments
Published sunnudagur, apríl 16, 2006 by Lavi.
Einu sinni var páskadagsmorgunn vettvangur mikillar tilhlökkunar á mínu heimili. Börnin voru komin fram úr fyrir allar aldir lítt sofin vegna spennings yfir súkkulaðiveislunni sem fram undan var. Þetta var á þeim tíma sem fjölskyldufaðirinn þurfti á því að halda að sofa í það minnsta fram undir hádegi. En nú er öldin önur. Var sem sagt vaknaður í kringum átta leitið í morgunn og átti von á því að yngri kynslóðin á heimilinu færi að skríða fram úr, spennt yfir páskaeggjunum sem biðu þeirra. Ég hafði reyndar sleppt árlegum páskaeggjafeluleik þetta árið þar sem börnin eru vaxin upp úr slíku. Ákvað að opna ekki mitt egg fyrr en á sama tíma og aðrir og hellti mér því upp á kaffi og renndi yfir blöðin í rólegheitum. Þegar klukkan var að farin að ganga ellefu gafst ég upp á því að bíða og réðist til atlögu við eggið mitt. Með líter af blárri mjólk kjammsaði ég á nýrri tegund af páskaeggi, Rísegg frá Freyju. Varð samt fyrir vonbrigðum hvað kunnugleg "ofmikiðafsúkkulaðiþarfaðæla" tilfinning sagði fljótt til sín. Tilfinning sem tengist páskum liðinna ára órjúfanlegum böndum. Um hálftólf skriðu Spúsa og dóttirin fram úr rúmi og þá var nú barasta byrjað á því að fá sér morgunnmat. "Pabbi maður borðar ekki súkkulaði í morgunnmat" sagði hún með þjósti þegar ég benti henni á að stundum hefði hún látið sér duga súkkulaðið í morgunnmat. Það sama gerðist síðan þegar sonurinn skreið fram úr klukkan tvö. Hann kom ekki heim fyrr en um sex leitið í morgunn og undirstrikaði enn á ný fyrir mér að tímarnir hafa breyst. Sem sagt í framtíðinni mun ég kaupa lítil egg handa börnunum og þess betri morgunnmat.
Málshættir þessara páska eru:
Ágirnd vex með eyri hverjum (Spúsa)
Fáir gráta lengi annars gæfu (Anna)
Eitt fordæmi er betra en þúsund ræður (Ég)
Sæt er lykt úr sjálfs rassi (Utan á bláu mjólurfernunni)
Annað var það ekki......
0 comments
Published föstudagur, apríl 14, 2006 by Lavi.
Ekki myndi ég nenna að láta krossfesta mig í dag. Það er nefnilega skítakuldi og rok á Íslandi. Typical haust einhvern veginn þannig að í staðinn ætla ég að blogga pínulítið, lesa blöðin, hlusta á Jesú krist súperstjörnu (sem ég geri alltaf á þessum degi)og undirbúa matarboðið sem ég ætla að halda í kvöld.
"I am gay and I am red, Johnny is back in town" sagði í gömlum dægurlagatexta og má segja að sama eigi við mig þessa dagana. Spúsa er til baka frá London með fermingarbarnið alsæla. Dóttir mín náði sem sagt þeim merka áfanga í lífi sínu að láta taka sig í fullorðinna manna tölu nú um daginn.
Fermingargjöfin frá foreldrunum var útlandaferð og brugðu þær mæðgur undir sig betri fætinum og heimsóttu London nú í síðustu viku. Kom klifjaðar til baka í fyrrinótt með fullar töskur af ýmiskonar varningi sem fjárfest hafði verið í, ekki síst á einhverjum pönkaramarkaði. Unglingurinn alsæll með ferðina og hefur nú á þessum síðustu vikum fullorðnast mjög.
Á meðan skerptum við feðgar á umgengnisreglum heimilisins (ef það er enginn til þess að taka til eftir mann þá verður maður að gera það sjálfur) og höfðum það ekki minna gott heldur en mæðgurnar.
Hvolparnir eru smátt og smátt að breytast í hunda og nú líður að því að við förum að leita að nýjum heimilum fyrir þá. Askja er nú þegar komin með nýja foreldra en Esja, Katla og Hekla bíða enn. Ef einhver hefur áhuga fyrir því að eignast nýjan fjölskyldumeðlim þá mæli ég með Esju.
Eins og glöggir hefa tekið eftir hér á síðunni þá var árshátíð haldin með pompi og prakt hjá starfsmönnum Kópavogsbæjar og gekk hún vonum framar. Reyndar svo vel að nú þegar hefur verið sett ný dagsetning fyrir næsta ár. Allir í skýjunum yfir ballinu og fengum við sem stóðum að þessu stóra plúsa. Það verður samt ansi erfitt að toppa þetta. Fyrir ykkur sem lesið mig í Kópavoginum er næsta uppákoma, Vorgóugleði, grímuball í féagsheimilinu einhvern tíman í enda maí.
Annars er ég sjálfur á leið til Spánía eftir rétt rúma viku en meira um það seinna.
Annað var það ekki..........