Hugleiðingar miðaldra manns með vaxandi áhyggjur af líkamsþyngd sinni.



Gleðilega Páska


E-mail this post



Remember me (?)



All personal information that you provide here will be governed by the Privacy Policy of Blogger.com. More...



Einu sinni var páskadagsmorgunn vettvangur mikillar tilhlökkunar á mínu heimili. Börnin voru komin fram úr fyrir allar aldir lítt sofin vegna spennings yfir súkkulaðiveislunni sem fram undan var. Þetta var á þeim tíma sem fjölskyldufaðirinn þurfti á því að halda að sofa í það minnsta fram undir hádegi. En nú er öldin önur. Var sem sagt vaknaður í kringum átta leitið í morgunn og átti von á því að yngri kynslóðin á heimilinu færi að skríða fram úr, spennt yfir páskaeggjunum sem biðu þeirra. Ég hafði reyndar sleppt árlegum páskaeggjafeluleik þetta árið þar sem börnin eru vaxin upp úr slíku. Ákvað að opna ekki mitt egg fyrr en á sama tíma og aðrir og hellti mér því upp á kaffi og renndi yfir blöðin í rólegheitum. Þegar klukkan var að farin að ganga ellefu gafst ég upp á því að bíða og réðist til atlögu við eggið mitt. Með líter af blárri mjólk kjammsaði ég á nýrri tegund af páskaeggi, Rísegg frá Freyju. Varð samt fyrir vonbrigðum hvað kunnugleg "ofmikiðafsúkkulaðiþarfaðæla" tilfinning sagði fljótt til sín. Tilfinning sem tengist páskum liðinna ára órjúfanlegum böndum. Um hálftólf skriðu Spúsa og dóttirin fram úr rúmi og þá var nú barasta byrjað á því að fá sér morgunnmat. "Pabbi maður borðar ekki súkkulaði í morgunnmat" sagði hún með þjósti þegar ég benti henni á að stundum hefði hún látið sér duga súkkulaðið í morgunnmat. Það sama gerðist síðan þegar sonurinn skreið fram úr klukkan tvö. Hann kom ekki heim fyrr en um sex leitið í morgunn og undirstrikaði enn á ný fyrir mér að tímarnir hafa breyst. Sem sagt í framtíðinni mun ég kaupa lítil egg handa börnunum og þess betri morgunnmat.

Málshættir þessara páska eru:
Ágirnd vex með eyri hverjum (Spúsa)
Fáir gráta lengi annars gæfu (Anna)
Eitt fordæmi er betra en þúsund ræður (Ég)
Sæt er lykt úr sjálfs rassi (Utan á bláu mjólurfernunni)

Annað var það ekki......


1 Responses to “Gleðilega Páska”

  1. Anonymous Nafnlaus 

    Gleðilega Páska!

Leave a Reply

      Convert to boldConvert to italicConvert to link

 


Um Steinríkinn

Vensl

Tengsl

xxx

Töluvert eldra