Hugleiðingar miðaldra manns með vaxandi áhyggjur af líkamsþyngd sinni.



I'm back.......


E-mail this post



Remember me (?)



All personal information that you provide here will be governed by the Privacy Policy of Blogger.com. More...



Það tilkynnist hér með að lokahönd hefur nú verið lögð á Ingersoll og geta aðdáendur fjölskyldunnar glaðst yfir því að á næstu dögum mun glaðningur detta inn um letterslúgur þeirra. Aðdáendur mínir geta hins vegar kiprað munnvikin því nú ætti að gefast tími til bloggunar og austurs úr viskubrunni mínum ykkur til handa.

Lét plata mig í hönk staurinn nú í desember og var illilega áminntur á hvers vegna ég hef ekki hönkast við staurinn síðan í sumar. Áttaði mig á því í fyrsta túr að mér finnst þessi starfsvettvangur bæði óspennandi og kannski ekki sá sniðugasti fyrir mann sem er að skila í kringum 65-70 tímum í annari vinnu. Svo eru fyllibyttur líka leiðinlegar með víni. Í gærkveldi tók síðan steininn úr þegar helltist í nef mitt og háls pestargemlingur sem varð þess valdandi að ég lagði upp laupana rétt fyrir 4 og fór heim í rúmið mitt. Ég hef sem sagt lokið enn einum kafla í lífi mínu. Héðan í frá mun ég ekki keyra leigubíl aftur á minni stuttu ævi. Þótti líka við hæfi að mínir síðustu farþegar voru stútungs kerlingar á áttræðisaldri sem voru á heimleið úr jólaveislu í Garðabænum. Komst að því á leiðinni að þær hétu ekki minni nöfnum en Anna, Inga og Kata. Tók þessu sem vísbendingu frá æðri máttarvöldum og ákvað að ferli mínum sem Taxicab hunk's sé lokið.

Í haust var rafmagnsbassi efstur á óskalistanum mínum fyrir þessi jól. Hef ég unnið að því hörðum höndum að ósk mín myndi rætast og hafði atti vinum og vandamönnum saman í að slá jafnvel saman í einn slíkan grip. Ég er hins vegar hættur við. Á nefnilega hauk í horni sem ekki bara er haukur mikill heldur fyrirtaks rafmagnsbassaviðgeðrarmógull. Gerði sér lítið fyrir og gerði við minn gamla og lúna bassa og hefur hann sjaldan eða aldrei verið eins mikið í lagi. Ég hef því ekki þörf á slíkum grip og hef ákveðið að fá golfferðalag til Spánar í staðinn.

Á rafmagnsbassann spilaði ég sem sagt á fyrstu uppákomu "Nonna overraited". Nonni overraited er sannkölluð súpergrúppa þar sem eftirlifandi meðlimir “Lummubandsins Þorsteins” hafa fengið til sín nýja og ferska meðlimi. Eins og í öllum almennilegum súpergrúppum hafa menn fengið sérstök hljómsveitarnöfn sem gefin voru í samræmi við karakter hvers og eins. Fyrstan tel ég sjálfan mig, Silvester. Ég leik að sjálfsögðu á bassann, syng og sé um hljómsveitarstjórn. Silvester nafnið kemur frá dönskum hljómsveitarstjóra sem oft fékk spiluð lög sín í lögunum við vinnunna í gamla daga. Þótti Silvester þessi skeleggur í hljómsveitarstjórn sinni og hafði járnaga á sínum mönnum. Eins þykir nafnið henta vel þar sem bakrödd bandsins og slagverksleikarinn ber hið smávaxna nafn, Twety.
Twety var ráðinn til þess að sjá um slagverk í bandinu en sökum þó nokkrar vöntunar á takti hefur hlutverk hans nokkuð snúist í átt til söngsins. Hann hefur yfir að ráða fallegri drengja rödd sem myndi sóma sér í hvaða drengjakór sem væri ef ekki væri fyrir meðfædda feimni og hæversku. Hljómsveitarstjórinn hefur þó náð að berja þetta nokkuð úr honum og er nú svo komið að honum hefur jafnvel verið treyst fyrir að leiða söng í einu og einu lagi. Hann verður þó aldrei annað en bakrödd í þessu bandi þar sem allir vita náttúrulega, að ég er lead.
Foxy Thunderburg er hryngítarsleikari bandsins. Foxy er einn af unglingunum í bandinu en hefur þó yfir sér grásprengt yfirbragð sem einmitt hefur áunnið honum nafngiftina. Eins hefur heyrst að kvenkyns aðdáendum bandsins finnist hann frekar foxy. Það þótti líka geðhúkrunarfræðingnum skelegga sem Foxy leggur lag sitt við og meðlimir sveitarinnar hafa sett fram grunsemdir í þá veru að hún nýti sér menntun sína þegar kemur að stjórnun heimilis og fjölskyldu. Hljómsveitarstjórinn vill þó meina að svo sé ekki þar sem hann þekkir til lagskonu Foxy og það af öðru en slíku. Á sama máta og Twety hefur Foxy íðilfagra drengjarödd sem oft fær að njóta sín í bakröddum en hann verður þó aldrei annað en bakrödd þar sem allir vita að ég er lead.

Smári tekur sóló. Grunur leikur á að nafngiftin hafi orðið til hjá foreldrum hans á fyrsta skeiði drengsins. Hann er fullkomnunarsinni mikill og hefur náð slíkri leikni í glímu sinni við tónlistargyðjuna að unun er að hlýða á á stundum. Það er þó helst þegar kemur að því að brjótast út úr viðjum lags í sólóum. Smári hefur tileinkað sér hæfileikann til þess að hækka styrkinn á hljóðfærinu þegar kemur að slíkum stundum. Illa gekk að fá han til þess að lækka í græjunni þegar sólóinu lýkur en hann er að læra það smá saman end er ég lead en ekki hann eins og allir vita.

Húðirnar lemur Þórður nokkur Clausen. Ekki hefur enn tekist að festa almennilegt hljómsveitarnafn á manninn þar sem nafngiftir þessar eru gefnar eftir karakter hvers og eins og þar sem Þórði var gefið margvísleg karakter einkenni í vöggugjafir hefur ekkert nafn náð að festast við hann. Hann er fyrrverandi meðlimur “Plöntunnar” sem gerði það gott hér á árum áður og þótti líkleg til meikunar í hinum stóra heimi. Hann er listamaður af guðs náð bæði með kjuðann og ekki síður með pensilinn, en eftir hann hanga þónokkur verk. Þórður hefur komið sér upp hýbýlum á fyrrum landi Frussunar á Vatnsenda og leggur bandinu til æfingaaðstöðu þar. Þar sem Þórður þekkir hvernig málin ganga fyrir sig í bransanum veit hann eins og allir aðrir að ég er lead.
En við sem sagt spiluðum fyrsta giggið núna í byrjun desember og þótti takast vel til. Margt má betur fara en það er ekkert sem ekki er hægt að laga með röggsamri hljómsveitarstjórn og góðu lead-i.

Ég hef ekki verið til stórræðanna þegar kemur að því að sinna konunglegum skyldum mínum en þó hafa nokkrir orðið á vegi mínum.

Þessi hér er skemmtilegur fyrir klamedíusjúklinga.
Og þessi er sniðugur í einfaldleika sínum.
Og ef þessi á ekki heima hér
Og þessi líka.

Annað var það ekki ......................


1 Responses to “I'm back.......”

  1. Blogger Skotta 

    Ó þú Konungur Krækjanna!
    Good to have you back old lav ... og ég er alveg viss um að þú hefur rétt fyrir þér, teikn frá Guði og aldrei að aka leigara meir.

Leave a Reply

      Convert to boldConvert to italicConvert to link

 


Um Steinríkinn

Vensl

Tengsl

xxx

Töluvert eldra