Fékk Iðnemann með mogganum í dag. Gladdi gamlar iðnnemataugar í mér. Það er greinilegt að mergt hefur breyst síðan ég eyddi tíma mínum með iðnnemum. Fínt og ágætisblað sem ber styrktaraðilum blaðsins gott merki en það er hæpið að við hefðum á sínum tíma hleypt eins illa prófarkarlesnu blaði frá okkur. Það var keppikefli okkar á sínum tíma að afsanna útbreidda kenningu um að þeir einir færu í iðnnám sem ekki gætu lært á bókina. Þess vegna var ekkert sent frá INSÍ óprófarkarlesið. Tímarnir eru vissulega aðrir í dag og sms kynslóðin er kannski búin að taka í sátt nýtt ritmál en svona lætur maður ekki frá sér.
Iðnneminn
2. Töliblað: Október 2005: 73. ÁrgangurHvet forystu INSÍ til þess að láta bókagerðanemana sjá um útgáfu næsta blaðs.
0 Responses to “Iðnneminn”
Leave a Reply