Hef verið að taka til í tölvunum mínum undanfarna daga og hef rekist á ýmislegt sem mér finnst skemmtilegt. Peista það hér ykkur til upplýsinga og gleði.
------------------------
Þetta bréf var sent Agli stuttu eftir að hann tók upp hanskann fyrir Ólaf Jóhann. Hann byrti það ekki.Ágæti Egill!
Ég var að lesa línur þínar frá 27.1.2002 um Ólaf Jóhann, “Allir vissu að hann stal”. Þar segir þú að ásakanir um ritstuld á hendur Ólafi Jóhanni sé tilhæfulausar og að alþekkt sé að rithöfundar taki sér efni, eftir hentugleikum, frjálsri eða ófrjálsri hendi og að Ólafur Jóhann hefði mátt ganga miklu lengra án þess að vera sakaður um ritþjófnað. Þá spyr ég: “Hvenær er í lagi að vera þjófur og hvenær er ekki í lagi að vera þjófur?” Ólafur Jóhann, sem að mínu mati er ofmetið skáld, hefur hins vegar verið að reyna að dusta yfir þennan smávægilega þjófnað með því að segjast hafa fléttað þessu inn í af virðingu við rithöfundinn. Miðað við samanburð á meintum texta í frétt Pressunnar finnst mér hins vegar lítið til virðingarfléttu Ólafs koma, bæði að magni og gæðum. Ólíklegt finnst mér að Ólafur Jóhann hafi hugsað eftir lestur “The Gastronomical Me”: “Aha, þetta er góður höfundur, ætli ég renni ekki eins og 1-2 línum úr bókinni hennar inn í söguna mína, af virðingu við hana.” Sjálfum finnst mér líklegra að línurnar hafi verið notaðar í von um að þær myndu ekki þekkjast frekar en aðrar línur sem oft virðast komnar úr rómönum sem gefnir eru út í vasabroti á mánaðarfresti. Með því að vera búa til afsökun sem þessa gerir Ólafur illt verra. Ekki minnkar þessi tilfinning mín þegar maður eins og þú tekur upp hanskann fyrir hann með því að réttlæta þjófnaðinn af því að einhverjir aðrir séu þjófar líka, sérstaklega þegar ég minnist þess að þú hafir einhvern tíma talað um, í einum af sjónvarpsþáttum þínum, heimboð til Ólafs í kringum jól. Gef ég mér að kynni þín af Ólafi séu allnokkur enda urðu þessi ummæli þín í þættinum hugmynd að einu af eftirminnilegustu ljóðum Alþýðuskáldsins Lofts Kristjánssonar Smára:
Kúltiverað kvöldið líður
létt við Njarðargötu
Ólafur mér í glasið býður
og þorláksmessuskötu
Ólafur Þórðarson
---------------------------
Fyrsta hugmynd af ljóðabók sem kom út 2001. Endalegur titill bókarinnar var "Spandexljóð". Eins og sjá má var skáldið mjög upptekið af heilsu sinni og læknisverkum þeim sem framkvæmdar höfðu verið á þessu ári.-----------------------------
.... og allar konur velja auðvitað Lilju------------------------
Annað var það ekki í bili.......
0 Responses to “Tiltekt.”
Leave a Reply