Far vel Blái Ópall
Published mánudagur, september 19, 2005 by Lavi | E-mail this post
Eftir því sem maður verður eldri þá er óumflýanlegt að hlutir sem hafa spilað stóran þátt í lífi manns hverfi á braut. Auðvitað hefur þetta mismikil áhrif á líf manns þ.e. sumt finnst manni ekki skipta eins miklu máli og annað. Hins vegar er það svo að oft á tíðum áttar maður sig ekki á hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Ég var til dæmis allveg hættur að kaupa Spur og Miranda þegar það datt úr framleiðslu. Áttaði mig ekki á því fyrr en þá að kannski hefði maður átt að versla eins og eina og eina flösku til þess að varan væri enn í framleiðslu. En kannski hefði það ekki skipt máli. Það hefði svo sem engu breytt þó að ég hefði versla dálítið meira af bláum Opal undanfarin ár.
En ég á samt eftir að sakna sérstaks Arabíkum gúmmíisins með klóroformi og koptroks. Það er fullt tungl og á fullu tungli hendir konan á hæðinni fyrir ofan mig innanstokksmunum í manninn sinn. Hann svarar að bragði með einum til tveimur vel útilatnum löðrungum og síðan úthrópa þau hvort öðru. Af þessu verða síðan hinir mestu skarkalar og sem við nágrannarnir megum búa við. Þar sem ég og Spúsa höfu ekki áhuga fyrir samneyti við nágrannana okkar nema brýnustu nauðsin beri til þá höfum við látið sem ekkert c enda hafa lotur þessar yfirleitt staðið stutt í einu og endað með því að annað hvort þeirra rýkur á dyr. Í kvöld hins vegar voru þau í ótrúlegu formi og eftir klukkutíma öskur gafst spúsa upp og ætlaði að kalla til laganna verði. Til þess kom þó ekki þar sem dóttir okkar labbaði inn og tjáði okkur að löggan væri komin á efri hæðina. Stuttu seinna komst ró á húsið. Ótrúlegt hvað fullt tungl getur haft áhrif á fólk þó kannski gæti það spilað inní að þau eru búin að vera á fylleríi síðan fyrir helgi. Þau eru oft á fylleríi.
Annars er helgin búin að vera róleg. Ekkert djamm hjá þeim sem eru í aðhaldi. Nágrannar mínir ættu kannski að fá sér einkaþjálfara. Hvet lesendur mína til að taka mig til fyrirmyndar enda fyrirmyndast ég mjög vel.
Finnst þetta skemmtilegur linkur.
Annað var það ekki
ég er með svona granna sem halda partý. munurinn er bara sá að þeir eru svo hræddir um að missa húsnæðið að þeir lækka um leið og ég hringi í þá. ef þeir heyra í símanum.
ps. hlakka til næstu myndskeiðar Lava.
Partýin í kjallaranum hætta um eittleytið, þá er slökkt á Sálinni og farið á ball í fjórtán mínípilsum.