Hann á afmæli í dag.....
Published föstudagur, október 21, 2005 by Lavi | E-mail this post
Í dag er sonur minn 17 ára.
Ekki hvarlaði það að mér fyrir rúmlega 15 árum síðan að hann ætti eftir að verða 17 einn góðan veðurdag. Ekki það að ég hafi ekki áttað mig á því að hann yrði 17 einn góðan veðurdag heldur var ég bara ekkert að pæla í því þá. Svo maður tali nú ekki um það að vera vakinn upp fyrir allar aldir til þess að þrífa fyrir komu gestanna. Reyndar er afmælisbarnið látið taka þátt í þrifunum og er hann nú þegar búinn að fara í garðinn og tína upp hundaskít og flöskur, þurrka af og nú tekur hann til í herberginu sínu. Hef ekki enn tekist að fá hann í að þrífa klósett þar sem honum verður flökurt jafnvel við tilhugsunina. Getur tínt upp hundaskít en ekki þrifið hlandið úr sjálfum sér á skálinni. Já, hlandið úr honum segi ég og skrifa þar sem drengurinn stóð allt í einu upp þrátt fyrir umvandanir um að þeir sem pissi út fyrir eigi skilið að fá að þrífa upp eftir sig. Lærði þetta af Frussu. kosturinn er þó að hann er til í að gera allt annað ef hann sleppur við þetta. Og það fær hann að gera í staðinn. Nú er hann hins vegar orðinn 17 og það er ekki aftur snúið. Í ár verður hann látinn þrífa klósettið.
Annars erum við foreldrar hans ótrúlega ánægð með piltinn og þar sem við erum óskaplega minnug þess hvernig við vorum sjálf á hans aldri þökkum við fyrir hvern dag sem líður án þess að hann lýkist okkur eins og við vorum. Ekki margir 17 ára unglingar sem telja það vera einn af toppunum á laugadagskvöldi að foreldrarnir skreppi út svo hann geti haft sjónvarpið fyrir sig og vini sína.
0 Responses to “Hann á afmæli í dag.....”
Leave a Reply