Rockstar Supernova
Published mánudagur, september 11, 2006 by Lavi | E-mail this post
Ég hef ætlað mér nú í nokkurn tíma að tjá mig um nýjasta æði íslendinga en ekki haft erindi sem erfiði. Þessi littla grein frá heiðursmanninum Enter af
Baggalúti segir hins vegar allt sem ég vildi sagt hafa.
Magni kosinnEnter
Jæja.
Loksins er fundin íþrótt sem Íslendingar geta eitthvað í. Þeir geta kosið.
Almáttugur hvað þeir geta kosið.
Maður sá bókstaflega hvernig kjánahrollurinn hríslaðist um hann Magna okkar í nótt sem leið þegar ljóst var að móðursýktir Íslendingar, glaseygðir af þreytu og útbelgdir af kaffi, höfðu komið honum áfram í úrslit söng- og danskeppninnar Rockstar:Supernova í skjóli nætur.
Lítið rokk í því.
Dáldið eins og að láta mömmu kjafta sig fram fyrir biðröð á skemmtistað.
En jæja. Þjóðin hefur kosið.
Ó, ef þið hjartahreinu húsmæður, sligaðar af þjóðrækni, móðurlegri umhyggju og plebbi, bara vissuð. Ef þið bara vissuð hverrar fangi Dave Navarro hvílir í um nætur, hví Jason Newsted tjáir sig jafnan eins og vélknúinn blökkumaður, hvaða skelfilegu leyndarmál hár Gilby Clarke geymir og hvar ljúflingurinn hann Tommy Lee hefur verið að pota trommukjuðanum sínum gegnum tíðina, þá væruð þið ekki jafn áfjáðar í að senda okkar besta son í flúraðan faðm þeirra félaga.
Jafnvel þó hann sé Íslendingur.
Annað var það ekki .................
0 Responses to “Rockstar Supernova”
Leave a Reply