Kominn til baka...
Published þriðjudagur, ágúst 22, 2006 by Lavi | E-mail this post
Ég er svo sem löngu kominn til baka en hef ekki haft það í mér að setjast við vördinn við skriftir. Enda er það svo að heimsóknum á þessa síðu fer hríðfækkandi. Ég sé þó að einhverjir eru enn að kanna hvort ég sé kominn til baka og hafa þeir nú hlotið sérstakan heiðursess í Frægðarhöll Steinríksins. En hvað um það ég er sem sagt búinn í sumarfríi. Það fór fram eins og við var að búast og var of stutt.
Þann 8. september er ég að fara spila á forláta grímudansleik fyrir dansi. Hef ég því legið yfir söngbókum og öðru slíku þar sem ekki þýðir að bjóða fólki upp á efnisskrá Ólafíu, svo maður tali nú ekki um Svarthöfðann. Þætti vænt um ef þið legðuð hönd á plóginn með því að koma með uppástungur af lögum í commentakerfinu.
Tók aðeins til í linkum í dag og setti inn nokkrar síður sem ég les daglega. Bendi sérstaklega á
Lavann en þar er á ferð skemmtilegur frístundaphotoshoppari.
Annað var það ekki.....
Velkominn aftur, jájá.
Þakka þér Gwelda en hvað um lag ?