Framlag Íslendinga til heimsmenningarinnar
Published mánudagur, september 18, 2006 by Lavi | E-mail this post
"Ég heyri ekki betur en að Magni hafi kennt keppinautum sínum að segja: Farðu í rassgat. Það verður ekki sagt að hann hafi lifað til einskis." sagði Ármann nokkur Jakopsson á
blogginu sínu.
Ármann er örbloggari eins og bróðir hans Sverrir. Fyrir ykkur sem ekki munið þá eru Ármann og Sverrir helst þekktir fyrir að vera MS tvíburarnir. Mér finnst þeir frekar skemmtilegir bloggarar, sitja við vördinn alla daga og blogga ört um hluti sem koma upp í heilann á þeim. Og það er slatti sem upp kemur í þeim heilum. Ég er líka með svona heila. Það er oft á dag sem upp spretta hugmyndir að bloggfærslum en ólíkt þeim bræðrum er ég sjaldnast í aðstöðu til þess að setjast við og blogga. Þetta er munurinn á því að vinna við tölvur og að vera fræðimaður og háskólakennari.
http://www.youtube.com/watch?v=nO-v9CtYzPE&mode=related&search=
http://www.youtube.com/watch?v=MG4rPtLgFJY&mode=related&search=
Frábært frá Dr. Gunna:
Annars liggur það í augum uppi að umskornir eru uppspretta alls pirrings í heiminum í dag. Hvaða lið er umskorið? Gyðingar, arabar og Bandaríkjamenn. Og á hverjum er mest vesen? Gó figjör, eins og kerlingin sagði.