0 comments
Published mánudagur, maí 22, 2006 by Lavi.
Síðastliðinn föstudag byrjaði ég nýja færslu á því að afsaka leti mína við bloggið undanfarna daga. Ég ákvað hins vegar að eyða því og byrja á nýju.
Skrapp á hestbak á fimmtudagskvöldið. Hin árlega Kráarreið Vina Dodda var farin í annað sinn og nú var ég búinn að troða mér og Spúsu inn í þann glaðlega félagsskap. Riðið var til Ölstofunnar á Heimsenda og þar fylgdumst við með Silvíu bera hróður íslendinga í 13. sæti undankeppni Evróvísíón. Höfðu menn á orði er ég kom til baka í Víðidalinn að sjaldan hefði eins glæsilegur knapi sést þar á slóðum, yfirvegaður og
og með mikla reisn. Spúsa reið sem alvön enda fyrrum áhugamaður um stóðhesta og hefur tjáð mér að nú verði ekki aftur snúið. Geri ráð fyrir að næstu dýrakaup verði í formi hests.
Spúsa Wilson og hrossið.Á föstudag skruppum við Spúsa síðan í leikhús og sáum farsann "Viltu finna milljón". Hló mikið og fannst gaman. Eggert Þorleifs, Helga Braga og Laddi voru frábær og aðrir ágætir. Þýðing Gísla Rúnars að vanda stórkostuleg. Fær 3 og hálfa af 5 í minni bók. Mæli með þessu sem góðri kvöldskemmtun.
Á laugardag var ég svo mættur í Steggjapartý hjá Trelle vini mínum sem ætlar að gifta sig í byrju júní. Sökum aldurs var ákveðið að hafa í heiðri hug og heilsu og byrjaði dagurinn kl. 11:00 við rætur Esju. Hef hingað til litið til fjallsins fullviss um að einn góðan myndi ég feta mig upp hlíðar þess. Og upp fór hann, alla leið, og niður aftur (sem var ekki auðveldara). Töluvert strembið verð ég að segja og kom mér í sjálfu sér á óvart.
Á toppnum í snjókomu með Reykjavík í baksýn..... annað var það ekki.
0 comments
Published laugardagur, maí 13, 2006 by Lavi.
Ylja mér við nýjustu afurð Ret hot chilli peppers (sem er snilld) og langþráð internetsamband í skrifstofuálmunni.
Annað var það ekki..........
0 comments
Published mánudagur, maí 08, 2006 by Lavi.
Vaknaði upp á laugardagsmorgunn með verk fyrir eyra og ónot. Þegar fyrsti spegill varð á vegi mínum starði ég í augun á einhverju sem helst minnti á John Merrick sáluga. Snepilbólga ein mikil hafði tekið fótfestu í hægra eyra sem glotti til mín þrisvar sinnum stærra en það hafði verið þegar ég fór að sofa. Fullviss um að Fusidin kremið myndi vinna á bólgunni tjáði ég Spúsu mannalega að enginn þörf væri á að heimsækja lækni. Þegar leið hins vegar á daginn minnkaði bólgan ekkert og undir kvöld var bólgan farin að leiða niður í háls og snepillinn næstum jafnstór og eyrað sem hann hangir við. Nú þá lét ég undan þrýstingi og skellti mér á Læknavaktina. Dr. Gunni stakk á fyrirbærinu og skrifaði upp á fúkkalyf á vörubílsförmum. Bað mig síðan um að halda stungunni opinni mað kreistum og heitum bökstrum. Bólgan byrjaði að hjaðna í gærkvöld og snepillinn byrjaður að lýkjast sjálfum sér á nýjan leik. Fúkkalyfin fara hins vegar í illa í ristilinn minn góða og í morgunn vaknaði ég með steinsmugu eina mikilfenglega. Lét mig hafa það að fara í vinnu en gafst upp í kringum hádegi. Hef eitt deginum á dollunni í staðinn og miðað við ástandið sýnist mér að það gæti orðið hlutskipti mitt í nokkra daga í viðbót.
Annað var það ekki......
0 comments
Published laugardagur, maí 06, 2006 by Lavi.
Ég er kominn heim frá Spáníá og var gaman? Þokkalega........
Frábærir vellir í frábærum félagsskap. Nokkuð ljóst að þetta verður árviss viðburður í mínu lífi. Nauðsynlegt að fara í eina karlaferð einu sinn á ári.
Annars kom sumarið í dag til Íslands.
Meira seinna.....
0 comments
Published fimmtudagur, maí 04, 2006 by Lavi.
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu sendi tvo slökkviliðsbíla í Grafarvoginn um fjögurleytið í dag þar sem sina brann við enda vogarins, nærri meðferðarheimili ÁTVR. Búið var að slökkva í um fimmleytið en nokkuð brann af trjám og öðrum gróðri. Varðstjóri slökkviliðsins biður foreldra um að brýna fyrir börnum sínum hversu alvarlegt það sé að kveikja í sinu og að leika sér ekki að eldinum.
Tekið af mbl. is