Hugleiðingar miðaldra manns með vaxandi áhyggjur af líkamsþyngd sinni.



Af snepilbólgu og steinsmugu


E-mail this post



Remember me (?)



All personal information that you provide here will be governed by the Privacy Policy of Blogger.com. More...



Vaknaði upp á laugardagsmorgunn með verk fyrir eyra og ónot. Þegar fyrsti spegill varð á vegi mínum starði ég í augun á einhverju sem helst minnti á John Merrick sáluga. Snepilbólga ein mikil hafði tekið fótfestu í hægra eyra sem glotti til mín þrisvar sinnum stærra en það hafði verið þegar ég fór að sofa. Fullviss um að Fusidin kremið myndi vinna á bólgunni tjáði ég Spúsu mannalega að enginn þörf væri á að heimsækja lækni. Þegar leið hins vegar á daginn minnkaði bólgan ekkert og undir kvöld var bólgan farin að leiða niður í háls og snepillinn næstum jafnstór og eyrað sem hann hangir við. Nú þá lét ég undan þrýstingi og skellti mér á Læknavaktina. Dr. Gunni stakk á fyrirbærinu og skrifaði upp á fúkkalyf á vörubílsförmum. Bað mig síðan um að halda stungunni opinni mað kreistum og heitum bökstrum. Bólgan byrjaði að hjaðna í gærkvöld og snepillinn byrjaður að lýkjast sjálfum sér á nýjan leik. Fúkkalyfin fara hins vegar í illa í ristilinn minn góða og í morgunn vaknaði ég með steinsmugu eina mikilfenglega. Lét mig hafa það að fara í vinnu en gafst upp í kringum hádegi. Hef eitt deginum á dollunni í staðinn og miðað við ástandið sýnist mér að það gæti orðið hlutskipti mitt í nokkra daga í viðbót.

Annað var það ekki......


0 Responses to “Af snepilbólgu og steinsmugu”

Leave a Reply

      Convert to boldConvert to italicConvert to link

 


Um Steinríkinn

Vensl

Tengsl

xxx

Töluvert eldra