....ég er hér, ég er hér, góðan daginn, daginn, daginn
Published mánudagur, maí 22, 2006 by Lavi | E-mail this post
Síðastliðinn föstudag byrjaði ég nýja færslu á því að afsaka leti mína við bloggið undanfarna daga. Ég ákvað hins vegar að eyða því og byrja á nýju.
Skrapp á hestbak á fimmtudagskvöldið. Hin árlega Kráarreið Vina Dodda var farin í annað sinn og nú var ég búinn að troða mér og Spúsu inn í þann glaðlega félagsskap. Riðið var til Ölstofunnar á Heimsenda og þar fylgdumst við með Silvíu bera hróður íslendinga í 13. sæti undankeppni Evróvísíón. Höfðu menn á orði er ég kom til baka í Víðidalinn að sjaldan hefði eins glæsilegur knapi sést þar á slóðum, yfirvegaður og
og með mikla reisn. Spúsa reið sem alvön enda fyrrum áhugamaður um stóðhesta og hefur tjáð mér að nú verði ekki aftur snúið. Geri ráð fyrir að næstu dýrakaup verði í formi hests.
Spúsa Wilson og hrossið.Á föstudag skruppum við Spúsa síðan í leikhús og sáum farsann "Viltu finna milljón". Hló mikið og fannst gaman. Eggert Þorleifs, Helga Braga og Laddi voru frábær og aðrir ágætir. Þýðing Gísla Rúnars að vanda stórkostuleg. Fær 3 og hálfa af 5 í minni bók. Mæli með þessu sem góðri kvöldskemmtun.
Á laugardag var ég svo mættur í Steggjapartý hjá Trelle vini mínum sem ætlar að gifta sig í byrju júní. Sökum aldurs var ákveðið að hafa í heiðri hug og heilsu og byrjaði dagurinn kl. 11:00 við rætur Esju. Hef hingað til litið til fjallsins fullviss um að einn góðan myndi ég feta mig upp hlíðar þess. Og upp fór hann, alla leið, og niður aftur (sem var ekki auðveldara). Töluvert strembið verð ég að segja og kom mér í sjálfu sér á óvart.
Á toppnum í snjókomu með Reykjavík í baksýn..... annað var það ekki.
0 Responses to “....ég er hér, ég er hér, góðan daginn, daginn, daginn”
Leave a Reply