Hugleiðingar miðaldra manns með vaxandi áhyggjur af líkamsþyngd sinni.



Evrópumeistarar 2005

2 comments

Þvílíkur leikur, þvílik spenna, þvílikt lið.


Mallet puttinn minn.

0 comments

Sem ábyrgur heimilisfaðir þá tek ég stundum þátt í heimilisstörfunum. Þar sem kona mín er fullkomnunarsinni þá fór hún fram á að ég myndi koma teygjulaki einu undir dýnuna. Þar sem ég er hlýðinn teygði ég á skrokknum til að ná undir dýnuna. Það vildi ekki betur en svo að ég féll flatur við ofan á löngutöng og hvað við hár hvellur er sin rifnaði í fremstur kjúku og er ég stóð upp þá leit fingurinn út svona:
.
Svona putti kallast Malletputti.


Eigi allsgáður maður .....

0 comments

Íslensk málnotkun í hnotskurn.

Innlent | mbl.is | 13.5.2005 | 06:57
Greiðasemin kostaði fingurbrot
Eigi allsgáður maður sem hugðist taka að sér umferðarstjórn á Laugaveginum í nótt varð fyrir því að á hann var ekið svo hann féll í götuna og fingurbrotnaði.

Tildrög málsins eru þau að hópur manna dró bifreið út í götuna við Kjörgarð og lokuðu svo gott sem Laugaveginum með því. Bar þá að hinn greiðvikna en eigi allsgáða borgara sem hófst handa við að leiðbeina bílum hjá með fyrrgreindum afleiðingum.


Mikill er missir aðdáenda Steinríks.

0 comments

Í gær settist ég niður og bloggaði. Skrifaði langan pistil um margt og mikilsvert.

M.a. nefndi ég tvo af mínum uppáhaldspennum, Gweldu systur og Sveimhuga frænda. Það er margt sem þau eiga sameiginlegt þó ólík séu en helst þó að skrifa sjaldan. Ég eyddi þó nokkru plássi í að spekúlera í hvort það að skrifa sjaldan geri mann að góðum og skemmtilegum penna. Niðurstaðan úr þeim hugleyðingum var að það gæti varla staðist þar sem ég skrifa bæði oft og er óhemju skemmtilegur.

Nú, ég sagði líka frá símtali sem ég fékk á meðan skriftir stóðu yfir. Þar var á línunni Finnur Nokkur Mas Pálmason. Téður Finnur tjáði mér að hann yrði ásamt spúsu sinni og erfingja á landinu mánaðarmótin júní/júlí og færi fram á tónleikahald.

Ég tilkynnti því formlega um Afmælistónleika hinnar léttleikandi og geðþekku sveitar, Demi Plié. Ég hvatti fólk eindregið til þess að taka frá helgina 8-9 júlí þar sem téð afmælishátíð verður viðburður sem íslendingar munu minnast um ókomin ár.

Ég ræddi lítilega um Langholtsveg 179 og brottflutning Frussu og Hammers þaðan.

Og síðan setti ég inn linka í tilefni dagsins.

Skemmtilegt húsgagn

Þín útgáfa af sturtuatriði

Meet the parents

Módelsmíði

Þegar ég var loks tilbúinn til þess að pósta bloggið var ég vinsamlega beðinn um að logga mig inn aftur þar sem tengingin hefði slitnað. Þegar því var lokið höfðu hugleiðingar mínar og speki horfið í algleymi internetsvartholsins ógurlega. Púff.

Dyggir lesendur mínir verða því af pistlinum þeim arna en mikið svakalega getur maður orðið sár fyrir þeirra hönd þar sem hann var bæði fræðandi, fyndinn og skemmtilega skrifaður.

Eftir skrifin fór ég hins vegar á mikkla menningarsamkomu í salnum í Kópavogi Þar sem við Spúsa ásamt Hammernum og Frússu skemmtum okkur konunglega á óperuuppistandi kanadísku söngkonunnar Mary Lou Fallis. Hápunktur kvöldsins var án efa kabarettslagarinn "Bingonight in Berlin". Hef ekki hlegið jafn mikið í langann tíma enda var þarna á ferð kona sem fékk Hammerinn til að syngja fullum hálsi "Kom kom kom í Frelsisherinn" og hélt Frussunni hlæjandi mestan part kvöldsins. Geri aðrir betur.

Annars er allt gott að frétta og bið ég fyrir góðar kveðjur heim.

Kveðja,
Lavi


Þróttur 2 : KR 3

0 comments

Helvítis Káerringar.


Um Steinríkinn

Vensl

Tengsl

Tiltölulega nýtt

Töluvert eldra